Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1927, Blaðsíða 15

Bjarmi - 15.10.1927, Blaðsíða 15
B J A R M I 219 Sóknarnefndafundurinn í Rvík hefst priðjudaginn 18. þ. m., kl. 1 síðd., með guðsþjónustu i dómkirkjunni. — Fundarboð hafa verið send öllum sóknar- nefndarmönnum í næstu prófastsdæmum við Rvík og í aðal-kaupstöðum. — Verður fundarsókn allmikil, ef ráða niá af fyrlr- spurnum peim er berast, og ráðageröum um sókn og vörn í ágreiningsmálum. — Auk pess sem áður heflr verið talið, verður síðasta fundardaginn (20. okt.) rætt um kirkjusöng. Sra Halldór Jónsson, Reynivöllum, kirkjuorganleikarar Rvíkur o. fl. munu taka pátt í þeim umræðum- A k u r e y rar-blöðin geta um ýms- ar aukamessur par í september, en ekki hefir Bjarmi sjeð pess getið hvað prest- arnir hafa sagt um ágreiningsmálin, nema i »Verkamanni« frá 13. sept. Par er getið um fjölsóttar guðsþjónustur, er sra Frið- rik Rafnar á Útskálum flutti, og pessu bætt við: »í gærkveldi mcssaði hann aftur og tal- aði um ágreining pann í trúarefnum, sem átt heflr sjer stað innan kirkjunnar upp á síðkastið. Virtist hann andvígur hinni nýju stefnu og straumhvörfum peim í trúarefnum, sem gera vart við sig á síð- ari árum«. Heimilisvinur lijet dagatal, með biblíumyndum og ritningarorðum, sem Bjarmi gaf út fyrir árið 1922, eins og ýmsir kannasl við. Það ár hófst á sunnu- degi, alveg eins og komandi ár, og geta því þeir, sem eiga, notað það næsta ár, til að sjá hvaða ritningarorð fylgja hverj- um degi. — Auk pess verður pað sent ókeypis hverjum peim kaupanda Bjarma, sem borgar næsta árgang fyrir 1. febr. n. k. Er blaðinu hinn mesti styrkur að margir greiði hvern árgang fyrirfram. — Jafnlramt mælist útg. lil að allir peir, sem skulda blaðinu, greiði pau árgjöld sem allra fyrst. Póstkröfur verða sendar um næstu mánaðamót öllum, sem pá skulda blaðinu meir en eitt árgjald. — Vonandi að þeim verði vel tekið. Erlendis. Frá biskupafundinum. — Jón biskup Helgason hefir skýrt Morgunblað- inu frá honum í alllöngu samtali og er pað sem hjer segir paðan tekið. Fundinn sátu 27 biskupar, 10 sænskir, 7 danskir, 6 norskir, 1 íslenzkur og enn fremur forseli sameinuðu norsku kirkj- unnar í Vesturheimi. — »HeIztu umræðuefni pessa fundar voru: Biskupsstaðan innan lútersku kirkj- unnur. Vísitazíur biskupa og gagnsemi þeirra. — Hvernig styðja megi einingar- bandið með pjóðkirkjum Norðurlandanna fimm. Afstaða pjóðkirknanna til annara kirkjufjelaga Xeinkum katólsku kirkjunn- ar, sem um þessar mundir leitar fastlega á). Trúarbragðamyndanir á vorum tím- um og afstaða evangelisku pjóðkirknanna til þeirra. Umræöuefnin voru þannig ílest verklegs eðlis. En pó var ekki með öllu gengið framhjáfræðilegum umræðuefnum. Og eins og að morgni dags einni stundu var varið til upphyggilegrar samdvalar (Bibeltime), eins var liverjum degi lokið með bænargerð«. Morgunblaðið spurði biskup: Hvaða álit fenguð pjer af umræðum biskupanna á trúarlífi manna á Norður- löndum á nálægum tímum? Dr. J. H. svaraði pví svo: — »Mjer fjekk að visu ekki dulist, að frjálslyndi i trúarefnum er meira lijer á landi yfir liöfuð en innan Norðurlanda- kirknanna hinna. En pótt þar kenni ýnisra grasa, sem ekki er áslæða ttl að óska frekari jarðvegs úti lijer, þá er pví ekki að leyna, að margt eiga hinar Norð- urlandakirkjurnar í fari sínu, sem ósk- andi væri, að vjer ættum meira af en nú eigum vjer, og jafnframt getur samrýmst andlegum sjerkennum pjóðar vorrar eins og pau hafa mótast lijer í einangruninni. Jeg vil par um fram alt nefna hina öfl- ugu safnaðarvitund með kristnilýð Norð- urlanda. í því efni stöndum vjer langt að baki frændþjóðum vorum. Andúðin gegn kirkju og kristnum dómi er að visu margfalt rikari með nágrannapjóðum vorum en úti hjer. En ;það, sem oss vanhagar um, er lifandi safnaðarmeðvit- und með þeim, sem bera samúðarþel til kirkjunnur og vilja teljast til barna henn- ar. Pað er þessi sainaðarmeðvitund, sem mótar kirkjulifið með nágrannaþjóðum vorum og einn af fegurstu ávöxtum pess er samstarf kennimanna og leikmanna til allra kristindómsmála. Iljer á landi varpa menn alt of alment öllum sínum áhyggj- um á prestana, en gleyma þvi, seni ekki má gleymasl, að allir kristnir menn, peir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.