Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1927, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.11.1927, Blaðsíða 3
B J A R M I 223 skýrt þar frá samþyktum síðasta sókn- arnefndafundar og hvatt þær til að láta ræða þær á safnaðarfundum og senda svo nefndinni skýrslu um und- irtektir og álit safnaða á þeim mál- efnum. Sárfá svör höfðu komið aft- ur frá sóknarnefndunum sjálfum, en fjölmargir einstaklingar höfðu skrif- að um málin í einkabrjefum til fund- arstjóra, og þó einkanlega um krist- indómsfræðsluna. — Safnaðarfundur í Úthlíðarsókn í Biskupstungum hefði t. d. óskað að nýtt barnalærdóms- kver yrði samið, og talið nauðsyn- legt að taka að nýju upp í fræðslu- lögin ákvæði um kverkenslu og í sambandi við það »að eigi verði öðr- um en kristnum mönnum, sem er ljúft að kenna kristindóm veittar kennarastöðurcr. — Annars las fund- arstjóri upp alveg nýkomið brjef frá sóknarnefndinni í Þykkvabæjarklaust- urssókn í Skaftafellssýslu og kafla úr nýkomnu brjeti vestan úr Súganda- firði, sem prentað verður í blaðinu. 2. Um breytingartillögur helgisiða- bókarnefndarinnar urðu fjörugar um- ræður, er yfirleitt hnigu í sömu átt og tillaga sú er samþykt var í því máli síðasta fundardaginn. S. Á. Gíslason minntist sjerstaklega á þá kröfu Benjamins Kristjánssonar stúd. theol. í Straumum, að fella burt trúarjátninguna við helgisiðaathafnir þjóðkirkjunnar og veila prestum fult helgisiðafrelsi úr því kenningafrelsi væri komið. Taldi hann harla eðli- legt að slik krafa kæmi úr þeirri átt, úr því að prestar þættust hafa leyfi til að andmæla ýmsum atriðum postu- legu trúarjátningarinnar utan kirkju og innan, væri síst furða, þólt þeir kærðu sig ekki um að fara með þá játningu við embættisverk, til dæmis »skíra börn til þeirrar trúar, sem þeir hefðu ekki sjálfircc. Hins vegar ætti krafan að geta sýnt söfnuðunum út í hvaða óefni og hringlandahátt kenn- ingafrelsið leiðir. Enginn tók til máls af viðstöddum aðstandendum Strauma um þetta mál, þótt þeim væri boðið orðið. — En að gefnu tilefni má skjóta því hjer inn að B. K. hefir síðar tjáð undirrituðum að sjer hafi þótt vænt um að hann gat um þessa kröfu. 3. Sjómannastofan i Rvík á mikl- um vinsældum að fagna meðal sjó- manna og er þar unnið mikið verk og þarft, eins og Jóhannes Sigurðs- son skýrði frá. 4. Við kaffidrykkjuna urðu fjörug- ar umræður um ýmislegt. Frú Ing- unn Einarsdóttir á Bjarmalandi flutti t. d. stutt erindi um dýraverndun. Fundarstjóri flutti kveðju frá prófasti Rangæinga, er skrifað hafði sóknar- nefndum í prófastsdæmi sínu, til að hvetja þær til að senda fulltrúa, og átt mikinn þátt í að safnaðarfulltrúi úr einni sókn hans, Árni Árnason bóndi í Ölfisholtshjáleigu, var mætt- ur á fundinum. 5. Um bænræknina urðu góðarum- ræður, tóku 16 fundarmenn til máls, sumir 2var eða oftar, eftir ræðu frum- mælanda. Fáeinir sögðu fögur og á- lirifamikil dæmi um mátt bænarinnar úr einkalífi sínu, sem væntanlega verða mörgum viðstöddum minnisstæð. í fundarlok á þriðjudaginn kom símskeyti frá Kvenfjelagi Seyðisfjarð- ar svo hljóðandi: »Pökkum tilboð yðar um þátttöku í fundinum í dag, sem vjer þó því miður ekki getum notið vegna óhentugra skipa- ferða. Óskum fundinum allra heilla og blessunarcc. Um kvöldið voru svo þeir fyrir- lestrar fluttir, sem dagskráin getur um. Áður en gengið var lil dagskrár á miðvikudagsmorguninn las fundarstj. brjef til fundarins, er komið hafði

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.