Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1927, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.11.1927, Blaðsíða 6
226 B J A R M I nú að koma stjórnmálaaðferðum inn í trúmálin. Sigurgeir Gíslason í Hafn- arfirði, kvaðst ekki sjá að neinni óvið- urkvæmilegri stjórnmálaaðferð væri beitt, þótt fleiri fundarmenn en þeir sem talað hefðu, fengju færi á að sýna hvorri stefnunni þeir fylgdu. Sumarliði Halldórsson á Akranesi skoraði þá á fundarmenn með fáum en áhrifamiklum oröum að hætta öllum umræðum, en falla á knje til bænagjörðar. Ólafur kaupm. Björns- son, settur fundarstjóri, tók vel undir það, og á sama augnabliki fjellu allir fundarmenn, eitlhvað um 100 manns á knje, en þeir Sumarliði Halldórs- son og Jens Jensson í Reykjavík fluttu bænir í heyranda hljóði. Að því búnu var fundi slitið með sálma- söng. — Er þessa hjer getið svo ná- kvæmlega, bæði af því að Straumar segja ekki rjett frá þessu, og þó miklu fremur af hinu, að það mun full- komið einsdæmi á vorulandi að heit- ar kappræður. fjölda manna snúist upp í auðmjúka sameiginlega bæna- gerð. Töldu ýmsir viðstaddir á eftir að nú hefði kraftaverk gerst og stund- in yrði sjer ógleymanleg. Um kvöldið voru þau erindi flult sem dagskráin getur um. Vafalaust hefir fleirum en mjer brugöið í brún, er vjer eftir slíka samverustund, sáum hvernig Benjamín Kristjánsson guðfræöisnemi skrifar í Strauma um penua fund. Hann minnist þar á, sem rjett var, að ýmsir eldri stefnu menn liafi viljað fá samþykta »yfirlýsingu um, að fundurinn teldi sig eindregið fýlgjandi eldri stefnunni«, en hann bætir svo við: »Var nýguðfræðingum ekki vel ljóst, hvort slík yfirlýsing ætti heldur að vera leiðbeining til Guðs, til þess að honum skjátlaöist síður i, að greina sundur sauði og hafra, eða fyrir mennina sjálfa, er samþykkja kynnu yfirlýsinguna, svo að þeir sæju það svart á hvítu, hverrar skoðunar þeir væru«. — Svo mörg eru þau orð. Ef jeg temdi mjer orðbragð Strauma, mundi jeg segja, að þessar getgátur »ný- guðfræðinga« lýstu annaðhvort »frá- munalegri heimsku« eða »fádæma ó- svífni«, — En þó því sje slept, má segja um þessi ummæli B. K. í fullri alvöru: Pað er harla ótrúlegt, ef ekki ómögu- legt, að svo hafi hugsað, sem B. K. segir, nokkur »roskinn og ráðinna nýguðfræð- ingur, er fundinn sótti, og ósennilegt, að B. K. sje kunnugt um slíkar hugsanir annara »nýguðfræðinga« en fjelaga sinna, guðfræðisstúdentanna, er þarna voru, því enginn ræðumanna ljet neitt í ljósi um, að fyrnefnd tillaga væri af þessum rótum runnin. Ekki hafði Benjamín sjálfur þrek til þess. En segi hann þetla satt, og svo hafi hugsað »prestsefnin«, er fund- inn sóttu, sýnir það, að þeir hafa setið fullir kaldri hæðni meðan aðrir ræddu um alvarlegustn mál mannkynsins. Er þá óskiljanlegt hvers vegna þeir krupu til bæna með fólkinu, sem þeir hæddust að, — drengilegra að ganga til dyra, — og bersýnilegt að þeir eiga ekkert gott erindi á slíka fundi framvegis, og því síður erindi í prestsstöður með slíkum hugsunarhætti. — Komi engin andmæli fram opinberlega frá guðfræðisstúdentun- um gegn þessum ummælum Benjamíns, svo að alþjóð verði ljóst, að B. K. fari hjer með ósannindi, þá má búast við að næsti sóknarnefndafundur taki til alvar- legrar yfirvegunar hvort rjett sje að bjóða þá menn velkomna á fundinn, sem hæð- ast að alvarlegustu fundarmálum í blöð- unum. Væri síst undarlegt, að safnaðafulltrúar hikuðu við að takast ferð á hendur til höfuðstaðarins lil að sitja þar trúmála- fund með þeim mentamönnum, sem ekki hika við að blanda Guðs nafni inn í kaldranalegt háð sitt um alvöruþrungnar trúmálatillögur aðkomumanna. — Það er enginn að segja, að allir fundarmenn verði að vera sammála, en háð og lotn- ingarleysi fyrir Guði á ekkert erindi inn á slíka fundi. Vinir eldri stefnunnar sýndu nýguð- fræðingunum hina mestu tilhliðrunarsemi í þessu tillögumáli og hættu við að taka fyrnefnda tillögu upp daginn eftir, þótt taliö bærist að því, einmitt til þess að laða þá að, en »særa þá ekki«, og svo uppskera þeir háðglósur Strauma í stað- iun. Rað er beisk uppskera, en líklega

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.