Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1927, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.11.1927, Blaðsíða 8
228 liJARMI »Frændi« var inikill maður í aug- um litla drengsins, lærður, vitur, hafði farið um allan heim, kunni alt, vissi alt, gat alt. »Frændi« hlaut að verða mjög hrifinn af bókinni hans. »Frændi« kom og drengurinn sýndi honum bókina. Drengurinn beið eftir aðdáun hans, en »frændi« j'pti að eins öxlum með kuldaglotti og sagði háðslega: »Er það þá þessi skrudda?« Orðin voru eins og eitruð ör, sem hittu drenginn beint í hjartað. Og svo sagði hann síðar sjálfur frá, að þá hefði fyrsta vantrúarsæðinu verið sáð í sál sína. Eitrið er ekki æfin- lega mjög fyrirferðarmikið, en skemm- ir eigi að síður. Hjer hefir verið deilt um guðfræði gamla og nýja. En sú stund kemur áreiðanlega í lifi vor allra að deilur um trúna verður oss einkisvirði, — að oss verður ekkert til gagns annað en hann sjál/ur, sem einn er lifið og Ijósið — mannkynsfrelsarinn Jesús Kristur. Eilt sinn var jeg beðín um að vitja dauðvona konu i sjúkrahúsi. Hún var herfang »hvíta dauðans« og átti auðsjáanlega skamt eftir ólifað. En hitt var og bersýnilegt, að hún átti eDgan frið í sál sinni, hún ótt- aðist dauðann, skelfing og neyð nístu sálina hennar. — — »Jeg er svo vond — jeg er svo óhrein — hvernig fer jeg að mæla heilögum Guði?« — þessar spurning- ar ráku hvor aðra, og angistarsvip- urinn á hinu föla og tærða andliti hennar vottaði betur en nokkur orð hvilík neyð hennar var. Hvað átti jeg nú að segja þessaii dauðvona, hreldu konu? Átti jeg að reyna að tína saman einhverja vis- indamola nútímans handa henni, eða segja henni undan og ofan af um hinar ýmsu trúmálastefnur? Jeg er ekki guðfræðingur, og jeg held jeg bæti við: Guði sje lof fyrir það, því að þarna kom »guðfræðin« að engu gagni. Og jeg greip til orða sem heimurinn vill helst ekki heyra nú orðið. Jeg sagði við deyjandi kon- una: »Blóð Jesú Krists hreinsar oss af allri synd«. Mundi jeg nokkru sinni geta gleymt þessari stund? »Er það satt*? — »Er það vlst?« »Segið þjer það aflur!« — »Ætlihann meini mig? — — «. Gæti jeg gleymt því, þegar mjer var leyft að sjá syndara mæta frels- ara sínum? Ef jeg ælti að reyna til að lýsa áhrifunum sem þessi Guðs orð höfðu á sál hennar, mundi jeg helst Iíkja þeim við þurran njarðarvött, sem stung- ið er ofan í vatn, á augabragði drekk- ur hann alt vatnið í sig. Þannig teig- aði dauðvona, örþyrst önd, hið lif- andi vatn, Guðs orð. Deyjandimanns- sál dugir ekkert annað en Guðs orð. Jeg fann það þá og jeg hefi marg- oft fundið það endranær. í*að var sagt hjerna áðan að við þyrftum öll að beygja okkur undir vald Guðs. Þetta er salt. Við þurfum að beygja okkur í auðmýkt, og hvað segir auðmýktin? Reisir hún höfuð sitt og segir: Jeg trúi þessu ekki, nema jeg geti skilið það og skynjað ineð viti mínu? Nei, auðmýktin lýtur höfði í heilagri lotningu og hvíslar í hljóði: »Jeg trúi herra, en bjálpa þú trúarleysi mínu«. Guð gefi okkur öllum það hugarfar. K v i 11 a n i r : Til kristniboðs : vjelstj. 50 kr. N. N. á síðasta sumardag 5 kr., Guðrún Gísladóttir Akranesi 15 kr. Sókn- arnefndafuudurinn í Rvik 105 kr. 61 eyri. Til Elliheimilisins: Ragnh. Þorsteinsd. Hrafnadal 15 kr. Sveinn Jónsson kaupm. og systkini hans 250 kr., Ónefnd 10 kr. Útgefandi: Slgnrbjörn Á. Gíslnson. Prentsmiöjan Gutenbcrg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.