Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.12.1927, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.12.1927, Blaðsíða 6
242 B J A R M I stjarnan slokknaði aldrei, og að englasöngurinn þagnaði aldrei uin æfina hans. G. L. þýddi. Boye Holt. Kirkjan og söngiistin. Erindi fiutt á sóknarnefndafundi í Rvík haustið 1927 af Óla/i B. Björnssyai, Akranesi, örlítið aukið. ----- [Niðurl.] Kaþólska kirkjan hefir víst margt fram yfir okkur. Svo sem það, að hún leggur ekki, eins og við, alla á- hersluna á ræður prestanna. Lúther var það hjartfólgið áhugamál að sálmarnir gætu orðið varanleg eign safnaðanna. Hann lagði áherslu á að fá fólkið til að syngja með. Hann hefir haft hugmynd um hvers virði söng- urinn var. Hjer hefir í margar aldir, einungis verið lögð áhersla á ræð- urnar, alt snúist um prestinn. Þegar svo er, er fljótgert að álykta, að hann verður að vera afburðamaður, ef hann á að geta gefið guðsþjónustun- um varanlegt gildi með ræðunum einum. Annars held jeg eins og jeg sagði áðan, að við græðum Iítið á kirkju- ferðum, ef þær, eða meðau þær, snerta okkar innri mann ekki meira en það, að höfuðatriðið er einungis þetta: Jæja, hvað sagði nú prestur- inn í dag? Svo koma dómarnir. Auð- vitað misjafnir að vanda. Jú, hjá einstaka viðurkendum presti er oft- ast sagt: »Það var afbragð eins og vant er«. En svo hjá miklu fleirum : wt^að var lítilfjörlegt eins og venja er til, lítil uppbygging að því«. En svo hjá nokkrum: »Jeg get bara ekki hlustað á hann«. Jeg er viss um, að stöðugar kirkju- ferðir, vinna leitandi manni i trúar- efnum sem og sannfærðum, mjög mikið gagn. En jeg er lika viss um að ýmislegt má gera til þess að þær geti unnið meira gagn, ómetanlegt gagn. í minum augum er það aðal- atriðið, að hver og einn taki veru- legan lifandi þátt í guðsþjónustunni, með sameiginlegum söng og bæna- haldi. Það jafngildir hverri ræðu, hve góð sem hún annars kann að vera Það er þó líf, ef hitt bregst. En ef þetta er nú svo í raun og veru, sem jeg veit að margir muni vitna með mjer, er þá ekki enn þá oflítið gert fyrir það málefni sem getur unnið sannarlegum guðsþjón- ustum svona mikið gagn? En finst yður þá að nokkur leið, sje í raun og veru færari en sú, sem hjer hefir verið bent á? Ef það er ekki færasta leiðin, að aura saman smátt og sinátt, hægt og bítandi, þessu málefni til sluðnings, án þess að koina nokkuð svo um muni við hjarlað í okkur, (jeg meina þar sem peningarnir eru (!!!), þá er það þó ekki með því að gera alls ekki neitt, í þessu nje öðru. Ókkur vantar margt gagnvart guðs- þjónustunum, svo þær geti unnið meira gagn. En það undarlega er, að vjer, söfnuðirnir, getum að lang- mestu leyti kipt þessu í lag. Vjer get- um gagnvart hinu ytra, bjargað með þessu ráði sem hjer er bent á. Gagn- vart hinu innra, með því að skoða oss sem aöila í guðsþjónustugjörð- inni, sem veitendur, og þið getið ver- ið viss um, að þá er sú hliðin kom- in líka. En þegar þetta væri orðið svo, verður presturinn lika langt um meiri preslur og maður. Þá væri hægt i sameiningu að lyfta Grettis- tökum erfiðleikanna af veginuni. Það er venjulegt svar hjá hug- sjónalausuin hugleysingjum: — wÞað kemur svo seint. t*á verð jeg dauður«. m

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.