Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.12.1927, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.12.1927, Blaðsíða 8
244 B J A R M I augnaraiði. Margir munu þeir koma að Saurbæ árið 1930, og ekki verður gleði þeirra minni þá, ef þeir sjá þar kirkju reista, sem þeir sjálfir hafa lagt stein i. Af því að aldrei hafa verið nein al- menn samskot til þessa fj'rirtækis í Rvík, og Reykvíkingum einhverjum kann að finnast sjer standa nær að ksraa sjer uþp sjálfir kirkju, er rjett að benda á þetta: Regar akbrautin frá Rvik er komin upp að Hvalfirði og góð ferja fer um fjörðinn, sem sjálfsagt er í nánd, mun ekki að eins sífeld umferð og mikil verða þar um frá Rvík, heldur er harla líklegt að fjölda margir Reykvíkingar geri sjer sumarhústaði við fjörðinn, — miklu fleiri en K. F. U. M., sem á suraarskála í Vatna- skógi. — Eru þvi Reykvíkingar að nokkru leyti að reisa sjálfum sjer kirkju með því, að styrkja þetta fyrirtæki. Sem sagt Bjarmi mælir hið besta með þessu við alla lesendur sína fjær og nær. L e i ð r j e 11 i n g. Af misminni var rangt sagt frá í fregnum frá sóknarnefnda- fundinum, að sra Guðmundur Einarsson á Pingvöllum hefði byrjað prestsskap sem nýguðfræðingur, þótt nú væri horfinn frá þeirri stefnu. Sra Sigurður Lárusson í Stykkishólnji var sá eini, sem Ijet þess getið um sjálfan sig á þeim fundi. Hitt sagðr sra Guðmundur, að hann hefði um tvítugsaldur, — löngu áður en hann varð prestur, — hallast að svipuðum trúmála- skoöunum, sem nýguðfræðingar fylgdu nú, en smámsaman horfið frá þeim síðar, við vaxandi guðfræðisþekkingu og lífs- reynslu. Prestskosningar. Sra Friðrik Rafnar á Útskálum var kosinn prestur á Akureyri, iögraætri kosningu, með 761 atkv. — Sra Sveinbjörn Högnason á Ðreiðabólsstað hlaut 397 atkv., sra lng- ólfur Porvaldsson í Ólafsfirði fjekk 57 atkv. og sra Sigurður Einarsson í Flaley 47 atkv. í Saurbæjarþingum í Dalasýslu, — sem prestlaus hafa verið i mörg ár, — hlaut Sigurður Z. Gíslason guðfræöiskandídat, ættaður úr Vopnafirði, 134 atkv., en 9 mótatkvæði. — Var eini umsækjandinn. Að Staðarhrauni var sra Porsteinn Ást- ráðsson kosinn með 72 atkv., af 81 greidd- um atkv. Úr brjefi vestan úr Súgandafirði 10. okt. þ. á.: ». . . Jeg hefði viljað að ástæður hefðu leyft mjer að skreppa suður I haust og vera á sóknarnefndafundinum, þótt ekki sje jeg í sóknarnefnd; vona jeg hann láti eitthvað gott frá sjer koma. Pað sem jeg hefði sjerstaklega óskað að til umræðu kæmi á þessum fundi er hin nýlega breyting fræðslulaganna, sem er fyrsta sporið í áttina til að koma kristindómsfræðslunni út úrskólunum, og jafnvel, að mjer finst, er svo mikils náms krafist af börnum, að mörg þeirra eiga erfitt með að bæta við sig þvi námi, sem prestarnir kunna aðheimta til fermingar. Pað er að vísu ekki nema rjett að kristindómsfræðslan sje í höndum prest- anna eða háð þeirra eftirliti, en það virð- ist vera hverjum manni augljóst, hve ó- fullnægjandi hún verður I strjálbygðum og víðattumiklum sóknum, þegar skólun- um er lokað fyrir henni. Pað verða þá heimilin því nær eingöngu, sem hana hafa á hendi, og þó það sje að vísu hollasta fræðslan sem þau veita, þá eru mörg þeirra svo veik í þvi efni, að þau þurfa stuðning, og hafa því mikils mist þar sem aðstoð skólanna er horfin, að minsta kosti þar sem hún áður var nokkurs virði. í mörg undanfarin ár liefir verið mik- ið rætt um að Helgakver sje úrelt orðið, og af þeirri ástæðu mun því hafa verið bygt út, en samt heíir enginn orðið til að koma með nýja kcnslubók i kristnum fræðum sem með yfirburðum sínum kynni að hafa bygt hinni eldri út, vant- ar þó sist áræði til að koma með nýjar bækur í öðrum námsgreinum. Engin til- laga hefur heldur komið fram um að þær sjeu kendar kenslubókarlaust; lijer virðist því vera um annaö að ræða en rjettmæt- ar aðfinslur við ótímabæra kenslubók, þótt svo sje látið heita. Pessi breyting mætti lijer síðastliðið haust svo mikilli og almennri óánægju að kverkensla var aftur tekin inn í skól- ann, og hef jeg þó enga ástæðu til að ætla að þetta hjerað standi öðrum framar í því að halda í gamlar trúarvenjur. Jeg fer svo ekki fleiri orðum um þetta mál, vona hið góða haldi jafnan velli, þótt hopa verði um stund«. K. G. P. Útgefandi: Sigurbjörn Á. GiSlasou. Prentsmiðjnn Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.