Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1928, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.01.1928, Blaðsíða 8
4 B J A R M I um, sem reyna að laða þig aðra vegu fjarri Faðir-vori. Faðir vor á ríkið, máttinn og dýrðina, og hvar getur sál þín annarsstaðar en hjá honum hlotið gleðilegt ár? Sumarminningar. ii. t’ar var siðast hætt frásögn — i 27.—28. tbl. liðiö ár — er við hjón- in og Gísli sonur okkar vorum ný- komin til Siglufjarðar, seinni hluta júlímánaðar í sumar. Dvöldum við þar 5 daga og gistum i sjómannaheimilinu norska við alúð og gestrisni, þótt ókunnug værum hús- ráðendum. Er það myndarlegt hús, sem sjómannatrúboðið (Indre Sö- mandsmissionen) norska hefir reist fyrir nokkrum árum. Stór fundarsal- ur og rúmgóðar lestrarstofur niðri en 4 sjúkraherbergi uppi. í þetta sinn voru ekki sjúklingar nema i tveim þeirra, svo að við fengum hin 2 þessa daga. En þegar lengra líður á sumarið er þar fullskipað sjúklingum, norsk- um, færeyskum og íslenskum, og þá ærið að starfa fyrir norsku konurn- ar tvær, sem þeirra gæla. — þar eru brjef skrifuð og afgreidd í hundraða- tali um helgar og þar verður varla þverfótað fyrir Norðmönnum á sunnu- dögum. Hann hjet Norheim frá Hasselöen við Haugesund sjómannaprjedikarinn, sem var húsráðandi sjómannahælis- ins í sumar. Fjölmentu Norðmenn mjög á sunnudagasamkomur hans, og þótti mjer vænt um að fá tæki- færi til að tala þar og heyra vitnis- burði ýmsra norskra farmanna bæði á undan og eftir. — Er það altítt mjög á þeim samkomum að trúaðir menn meðal safnaðarins láti til sín heyra. En fremur fáir íslendingar sækja þær samkomur og veiða því jafn-ókunnugir sem áður starfsað- um trúaðra Norðmanna. Hitt er fljót- legra að sjá hvernig sumir hinna hegða sjer á götum úti og við svo kallaðar skemtanir. — Annars var mjer tjáð af þeim Siglfirðingum, sem því eru kunn- ugastir, að erlendir sjómenn væru alls ekki þeir uppivöðslusömustu þegar kvölda tekur og áfengið er annarsvegar. Sumir aðkomnir ís- lendingar eru þeim miklu lakari, sögðu þeir sem vissu best, Jog sumt aðkomna kvenfólkið framúrskarandi kærulaust. Er það sorglegt allri þjóðinni, en alt á sínar orsakir, og þær meðal annars, að íveruskálar verkafólksins aðkomna eru harla óvistlegir; oftast- nær svo þjettskipaðir að einn sóði getur eitrað loftið fyrir mörgum öðr- um, og engin von að fólk uni[þar þegar verkahlje verður. Margoft er veðrið á Siglufirði alveg ólikt bliðviðrinu, sem þar var í sumar, og er þá ekki fært að leita til dals nje fjalls sjer til hressingar, en eiginlega ekki ann- að að fara fyrir heimilislausa, en í kaffihúsin, sem eru ótrúlega mörg og reisuleg á Siglufirði. En mesta óorð og slark hefir fylgt þeim sumum. Umbótaþörf. — Kvenfjelag kaup- staðarins var að undirbúa lestrar- stofu og vinnustofu fyrir aðkomnar stúlkur, og er það hið þarfasta fyrir- tæki. en ekki veit jeg hvernig það hefir tekist. Hjálpræðisherinn hefir lestrarstofu fyrir sjómenn, sem kvað vera vel sótt. Fara margir Norðmenn þangað á sunnudögum þegar stof- urnar í þeirra eigin húsi eru fullar orðnar. — En bersýnilegt er að það veitti samt ekki af að Siglufjörður fengi fasta alíslenska sjómannamissíón með

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.