Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1928, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.01.1928, Blaðsíða 11
B J A R M I 7 úti á götuhorni og syngja og vitna um frelsara sinn. Þeir hafa fengið að sjá Jesúm. Trú þeirra er lifandi. Á sumrin eru stúdentar úr guð- fræðisdeildinni sendir út um landið að prjedika. t*eir halda guðsþjónustur í ýmsum bæjum og þorpum, sem þeir hafa verið kvaddir til. Árlega endurfæðast margir á slíkum sam- komum. Jeg var einn þeirra fyrir tæpum þremur árum. Víðsvegar hefir orðið trúarvakning, svo að margir tugir manna hafa eignast trúarvissu (endurfæðst), og stundum heilar fjölskyldur. Trúin sýnir sig í verkinu. Pað eru þúsundir i þessu landi, og öðrum, sem geta vitnað að starf skólans er af Guði rekið. Skólinn eða Bræðrafjelagið hefir trúboðastöð í Kína og aðra í Afríku. Margir, sem hafa útskrifast hjeðan, hafa boðið sig til starfs á þessum stöðum. t*að myndi taka mig langan tíma, ef jeg ætlaði að fara að lýsa daglegu liferni margs einstaklingsins hjer í skólanum, eða allra í heild sinni. Hjer sem í öllum öðrum stofnunum er fólkið misjafnt. En það get jeg sagt, að það eru margir hjer sem eru í lifandi sambandi við hinn almátt- uga Guð, og bera með sjer Guðs kærleika, dýrð, og sælu í hógværri og göfugri umgengni, þeir eru þegjandi og lalandi vitni um frelsarann hvar sem þeir eru. það er ekkert sem einstaklingurinn þarfnast meir en lifandi samband við hinn lifandi Guð. Og þar sem það er, þar er fijálsræði og þar er sæla. En þeir sem »eru fyrir utan« misskilja það alt og kjósa heldur að búa við lánleysi og vonleysi. Biðjum fyrir þeim. Köllum á þá. Þreytumst ekki. Jóhann Friðriksson. Grand Forks. N. Dak. U. S. A. Grein pessi hefir legið um hrið hjá Bjarma, vegna rúmleysis. Rilstj. Orðsending. »Blöðin eru stórveidi« er orðtak sam- tíma vors. Allir játa að blöðin eru sterk- asta aflið í stjórnmálum og atvinnumálum, en sumir trúmálavinir virðast gleyma því, að pví er eins varið um trúmála- blöðin, og sýna því ekki eins mikinn dugnað við útbreiðslu þeirra og margir aðrir sýna í þágu flokksblaða sinna. — Kristileg blöð vor íslendinga eru svo fá og svo ódýr, að fáum er ofvaxið að eign- ast þaú öll. Aðal-trúvarnarblaðið í þeim hóp er Bjarmi. Vinum »nýmælastefnanna« er langverst við hann, og kærulaust fólk um trúmál er hrætt við að hann kunni að vekja of marga. En því annara ætti vin- um stefnu hans að vera um, að hann stækki og komist sem víðast,- Ritstjóri hans er fús til að vinna alveg kauplaust að blaðinu, og gefa úr sínum vasa nýjum kaupendum kristilegar bækur og blöð, svo að tölubiöðum geti fjölgað og áhrifin aukist. En þá treystir hann því, að gamlir viuir blaðsins hagnýti sjer það, og vinni að útbreiðslu þess. Einkum og sjer í lagi er þeim orðum beint til Reyk- vikinga og annara kaupstaðarbúa. í lang- flestum kauptúnum og kaupstöðum gæti kaupendum fjölgað að stórum mun, ef allir vinir blaðsins þar væru vakandi í þessu efni, en ljetu ekki einn eða fvo út- sölumenn alveg annast útbreiðsluna. Efnalítill verkamaður í Reykjavík hefir þegar gert sinn hlut. »Jeg hefi ekki lag á að safna kaup- endum«, sagði hann, »en jeg get borgað blaðið handa 10 fátæklingum og stuðlað að stækkun þess á þann liátt«. — Bað var myndarlega gert, og ihugun- arvert fyrir þá »vini eldri stefnunnar« sem aldrei liafa reynt að útbreiða blaðið. Árið 1928 verður Bjarmi a. m. k. 32 tölublöð, og verð hans óbreytt, og samt fá allir nýir kaupendur, sem segja til sín, og borga ársgjaldið 3 fyrstu mánuði árs- ins, ókeypis annaðhvort árg. af Bjarma 1927 eða Passíusálmana með nótum, sem kosta 3 kr. hjá bóksölum. — Burðargjald

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.