Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1928, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.01.1928, Blaðsíða 12
8 BJARMI greiði peir, ef senda parf með pósti. — Vonandi verða peir margir, sem hagnýta sjer önnur eins kostaboð. Þeir, sem fá fleiri eintök af pessum 2 fyrstu hlöðum en um var beðið, eru beðnir að hagnýta pau til að kynna blaðið öðrum. S. A. Gíslason (ritstj. Bjarma). Bækur. »Saga«, III. árg. 1. bók 1927. Þorst. Þ. Þorsteinsson, skáld í Winni- peg, gefur út misserisritið »Sögu«, er kostar 8 kr. hjerlendis árg. Mestalt efni ritsins er í þetta sinn sinásögur, ljóð og ýms samtíningur, unglingum til skemtunar. Erindi er þar eftir útg. Sögu um »Hóla-Jón«, sem ókunnugir veita líklega litla eftirtekt, en verður oss hinum því minnisstæðari. Gamlir Skagfirðingar kannast við raunasögu háns. Foreldrar hans voru Benedikt prófastur á Hólum í Hjalta- dal (f 1868) Vigfússon prests í Garði, Björnssonar prests á Grenjaðarstað, og Þorbjörg Jónsdóttir prófasts á Mælifelli Konráðssonar. Ættin var góð, æsku- heimilið ríkmannlegt höfðingjasetur og erfðafje mikið. Seinna eignaðist hann konu af bestu ættum, Fór- unni Sigríði Halldórsdóttur, prófasts á Sauðanesi, Björnssonar, og með henni margu syni. — Þó eru bernskuminn- ingar mínar um hann harla rauna- legar. Efnin, heilsan og stundum vitið fór alt í áfengi, og »flækingar sem fundu kút, fengu kú í staðinnff. — Mjer þótti vænt um, er hann fór til Ameríku. Jeg var ungur þá og hræddur við drykkjumenn, auk þess vorkendi jeg svo mikið syni hans einum, sem oft var að leita föður síns og hjálpa honum heim. Jeg ímyndaði mjer að það yrði hægra að gæta þess, að hann næði ekki í áfengi þar, sem hann væri öllum ókunnugur. En ókunnugt er mjer hvernig það befir gengið. Hóla- Jón dó vestra árið 1907, tæplega sjötugur (f. 1838). Erindið um hann í Sögu er á þessa leið. Gylta tötra, gullsins fjötra ætt pig lagði á. — ýmsir skiftu auði áður en tók pig dauði fjarri fjöllum blá. Kvarta um ágang kunnir eigi Kveiðst ei heldur næsta degi Lepe lindum hjá. Kýmdirðu’ ekki í kamp er brýndu vinir. Krók og gogg að mata líkl og hinir óðalssetri á? Eða sástu svikin eigi? Svafstu alt af liðnum degi órum æsku frá? Sástu að í auði er hinn rammi dauði — Snauðir fögnuð fá.--------- Auðsins tötrar eru fjötrar sál, er alt vill sjá?j Þeir eru enn í dag vor á meðal ógæfumennirnir, sem líkt fer og Hóla-Jóni. Vegna s ó k n a r nef n d a. Herra ritstjóri. Viijið pjer gera svo vel að svara i blaði yðar eftirfarandi spuroingu: Er liægt að krelja gjaldendur um vexti (og vaxtavexti) af sóknargjöldum, par með töldu niðurjöfnunargjaldi, sem ekki er greitt á rjettum gjalddaga? Og ef svo er, hve háir mega vextirnir vera? Sóknarne/ndarmadur. Svar rilstjórans. Pað munu enginn lög vera til, er heimili slíka vexti. En par sem sóknargjöldum fylgir lögtaksrjettur, ætti ekki til pess að koma að menn dragi árum saman að greiða pau. Útgefandi: Sigurbjörn Á. Gíslnson. Prentsmiðjan Gutcnberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.