Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.01.1928, Blaðsíða 4

Bjarmi - 07.01.1928, Blaðsíða 4
12 BJARMI um, sem á vegi þeirra verða, aftra oss frá því, að framkvæma kærleiks- skyldu vora. Því síður megum vjer gefast upp, þó að þeir, sem vjer viljum bera og leiða til Jesú Krists, vilji ekki að vjer gerum það, þó þeir vilji ekkert um eilífðarmálin hugsa; þó þeim finnist þeir ekki neinnar hjálpar þurfa, Eins og viltur maður trúir því ekki að hann sje viltur, þó honum sje leiðbeint, heldur finst hann vera á rjettri leið, eins eru þeir andlega viltu og lömuðu. Þeir vilja oft ekki trúa þvi að sál þeirra sje sjúk; hún er orðin svo tilfinningasljó, að þeir finna ekki að þeir þurfa á lækningu frelsarans að halda. Ó! Gefumst þá ekki upp. Rífum gat á þakið. Ryðjum erfiðleikunum úr vegi. Rað gerum vjer einmitt með því, að bera þá á örmum fyrirbænarinnar, upp að miskunnsama hjartanu læknisins eina og eilífa. í þessu starfi dugar engin hálf- velgja. Jesús sagði sjálfur: »Enginn sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur, er hæfur til Guðs ríkis«. Ræn vor á að vera þrungin af hinu ör- ugga trausti, af hinni fylstu vissu, að frelsarinn taki eftir þeim lömuðu sálum, sem vjer komum berandi með til hans. Að þessu starfi, að bjarga manns- sálum frá synd og voða, og veita þeim lífið i Kristi, svo þær fái með- tekið kraft hans að gjöf, eigum vjer að ganga með allri vorri sálaratorku. »Vertu allur og heill«, segir postul- inn. Eins og þung byrði krefst alls afls líkama vors, svo eigum vjer að láta alt vort sálarþrek bera með- bræður vora þangað, sem hjálp er að fá. En hjálpin fæst að eins hjá Jesú Kristi. Á hann verðum vfer að trúa sem frelsara, frelsara, sem frelsar frá allri glötun, oss og alla þá, sem til hans eru bornir eða til hans koma. Vjer, sem hjer komum saman í dag til sameiginlegra fundahalda, eigum sjerstaklega að hafa þetta í huga. Vjer erum burðarmenn. Á oss hvílir aðalstarfið í söfnuðunum. Vjer eigum með trú vorri á frelsarann Jesúm Krist að bera uppi safnaðarstarfið. Til þess erum vjer kjörin að vjer sjeum burðarmenn. En ætli vjer meg- um ekki með blygðun játa það frammi fyrir frelsara vorum í dag, að vjer höfum borið svo sorglega fáar lamaðar sálir til hans; að vor trú er of veik til þess, að aðrir geti fundið fyrirgefningu, styrk og krafta til guðssamfjelagsins fyrir hana. Ress vegna ríður oss nú á þessari stundu, allra mest á því, að biðja Jesús um fyrirgefningu, og enn frem- ur að biðja hann eins og lærisvein- arnir forðum: »Auk oss trú« — til þess að vjer öll verðum í sannlelka hæfir burðarmenn safnaða hans. Vjer erum burðarmenn. Ekki að eins vjer prestarnir, heldur líka þjer öll. Lama maðurinn var borinn af fjórum. Enginn einn prestur getur borið uppi safnaðarstarf og safnaðar- lif. Til þess útheimtist samvinna margra. Einmitt þjer, hinir kosnu starfs- menn safnaðanna, eigið að taka þátt í þessu burðarstarfi með oss. Vjer eigum öll að vera einhuga og sam- starfandi, til þess að sá árangur geti orðið af starfi voru innan safnaða vorra, að lamaðar og þreyttar manns- sálir fái fyrirgefningu og frið i Jesú. Ef vjer erum sundurþykk og ósammála, þá getum vjer ekki borið byröarnar, og vjer erum þá eigi hæf til að gegna þeim skyldum, sem á oss hvila. Einskis árangurs getum vjer þá vænst. Burðarmennirnir, sem textinn segir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.