Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.01.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 07.01.1928, Blaðsíða 5
BJARMI 13 frá, voru samhuga í trúnni á Jesúm, samstarfandi af kærleika lil lama mannsins, þess vegna báru þeir hann til Jesú, og samtaka i því að ná tak- markinu, sem þeir keptu að, þrátt fyrir erfiðleika og hindranir. Ef trúin á frelsara vorn og Drottin sameinar oss, þá erum vjer sterk. Þá verðum vjer fær um að bera hinar þungu byrðar, þvi burðarkraftur hans, hans, sem bar hina þyngstu byrði, sem borin hefir verið, þvi hann var Guðs lambið, sem bar synd heimsins, verkar þá á oss og gerir oss sannar- lega sterk og öflug. Kraftur hans styrkir oss. Hann er sjálfur í oss og með oss. Burðarmenn Rauða krossins starfa allir undir sjerstöku merki. Rauður kross er það merki. Og merkið hjálpar þeim til þess að starfa innan um ógnir vígvallanna. Kristnir menn starfa einnig undir sjerstöku merki. Það er líka rauður kross. Það er krossinn á Golgata, sem er roðinn blóði lambsins, sem bar hina mestu byrði. Sá kross er vort merki. Rað er sjálft sigurmerki kær- leikans. Rað er merki þess kærleika, sem alt lagði á sig, sem öllu fórnaði til að bera, hjálpa, bjarga og lífga. í’að merki eitt stendur sííelt fyrir sálarsjón vorri í skýrari Ijóma heldur en alt, alt annað, sem vjer horfum á og beinum athygli vorri að. Kærleikurinn mikli, sem knúði frelsarann til að bera þina og mína synd, á að knýja þig og mig til þess að bera þungu byrðarnar, sem oss eru lagðar á herðar. Hann á að gagn- taka svo allan vorn huga og alla vora sál, að vjer gefumst aldrei upp undir byrðunum. Heldur megi hinn berandi, liðandi, fórnandi keerleikur vera einkenni og aðall li/s vors nú og i\m eilífð alla. Góði frelsari vor og Drottinn Jesús Kristur, þú sem barst svo mikið vegna vor, vjer biðjum þig hjer öll sameiginlega, ger þú oss að kærleiks- fyltum burðarmönnum þínum. Ó, lát oss svo aldrei af veginum víkja, nje villast af leiö. Og aldrei vort háleita hlutverkið svikja, þótt heröi’ að oss neyð. En fyrir oss bliki þinn blóðdrifni kross, á hæðunum háum. Uns höndlað vjer fáum hið himneska hnoss. Amen. Úr blöðum frú Ingunnar. María Louise Dahl, segir frá. Fólksflutnings-bifreiðin þræddi þjóð- brautina furðu geist, þótt ill væri yfirferðar. Þetta var í lok október- mánaðar og vegurinn bar menjar eftir baustrigningarnar. Sumstaðar hnaut bifreiðin ofan í polla og pytti á veginum, sumstaðar rákust hjólin á steina og steinvölur, sem flosnað höfðu upp úr veginum í vætunni, en fyrir þetta hentist hún til og frá eins og skip í hafróti. Hvassviðrið lamdi utan bifreiðina og skelti slyddusnjó á rúðurnar. — Bifreiðarstjórinn var ungur maður og tápmikill og stýrði hann bifreið sinni með gætni yfir torfærurnar. Farþeginn, sein sat við hlið hans, var orðinn þreyttur á að reyna að fitja upp á samtali við hann, því bifreiðarstjórinn var með allan hug- ann við stjórn sína á bifreiðinni og mátti ekki vera að því að svara honum. Farþegarnir inni í bifreiðinni voru þögulir og fáskiftir hver af öðrum. Lítill spölur var eftir til Eystri- Hæðabæjar, og lengra fór bifreiðin ekki. En þótt vegalengdin væri ekki

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.