Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1928, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.02.1928, Blaðsíða 1
BJARMI = KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXII. árg. Reykjayík, 1. febr. 1928 4. tbl. „Náð sje með yður og friður frá Guði föður vorum og Drotni Jesú Kristi“i I. Kor. 1, 3. Aðalmunur gamallar og nýrrar guðfræði Erindi flutt á sóknnrnefndafundi í Rvík 10. október 1927. Af Sigurbirni Á. Gíslasyni. Smáleturskaflarnir eru þó siöari viöbót. [Niðurl.]. Frá minu sjónarmiði sjeð.er miklu meiri trygging fyrir þvíaðandi Krists hafi ráðið hjá persónulegum vinum og lærisveinum Krists, höfundum Nýja testam.; en að hann hafi þegar fengið full yfirráð hjá hverjum leit- andi nútfðarmanni, sem lítur í bifl- íuna. — Tungumálaþekking eða ann- að það, sem vjer köllum »lærdóm«, hefir a. m. k. aldrei verið nein trygg- ing i þeim efnum. Enda sannar öll reynsla að með þessari kennisetningu (hún mundi kölluð »kredda« eða »dogma« hjá öðrum) er leiðin opin að því, að hver einstaklingur hafni og velji af eigin geðþótta því sem ritningin flyt- ur. Og þegar hin svo kallaða trúar- meðvitund á að vera mælikvarðinn við skýringu ritningarinnar sýnir reynslan að hlutdrægni sest í hásæti. Skynsemistrúin gamla hafnaði öllu því í ritningunni, sem henni þólti óskiljanlegt eða gagnstætt »sinni skynsemi«, en nýja guðfræðin bafnar öllu því, sem henni finst gagustætt »trúartilfinningu sinni«. Og þar sem tilfinningar manna eru enn sundur- leitari en skynsemi þeirra, verður skiljanlegt að nýguðfræðingar fari miklu dreifðar en gömlu skynsemis- trúarguðfræðingarnir. Eldri stefnan er ekki mótfallin ó- hlutdrægum biblíurannsóknum, hvort sem um sögu einstakra biblíurita, teksta þeirra eða skýringu er að ræða, en það telur hún hlutdræga rann- sókn er guðfræðingar eða aðrir hafna hverju því í ritningunni, sem þeim þykir ótrúlegt, geðjast ekki að, eða geta ekki samrýmt við þær hug- myndir, sem þeir áður hafa gert sjer um trúmál. Jeg skal nefna litið dæmi, eitt af ótal, til að skýra þetta: í*að er mað- ur staddur hjá guðfræðisprófessor og talar við hann um eilífa ófarsæld. Prófessorinn reynir að draga úr vitn- isburði ýmsra ritningarorða, sem virðast styðja hana og notar þar til málfræðilegar skýringar. — Um það er ekkert að segja. Málfræðilegar skýringar eru engin stefnumál. Loks segir gesturinn: »En Kristur sagði þó um Júdas: Betra væri þeim manni að hann hefði aldrei fæðst. CMatth. 26. 24. og Mark. 14. 21). Pk svaraði prófessorinn: »Jesús hefir aldrei sagt það«. — »Af hverju vitið þjer það?« spurði gesturinn, »vanta orðin í eitthvert handrit?« Nei, ekki var það, — en prófessornuin þóttu þau »koma í bága við trúartilfinn-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.