Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1928, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.02.1928, Blaðsíða 3
B J A R M I 27 irnir þurfi engrar friðþægingar Krists við, og er yfir höfuð miklu bjart- sýnni á manneðlið en nýja testam. er1). Auer prófessor, sem hingað er kom- inn að tilhlutun únítara í Ameríku, bendir skýrt á það í einum fyrirlestri sínum, sem Morgunbl. skýrði frá á sunnud. 9. okt. s. 1. Þar segir svo: »í tilraunum mannanna til að skilja lífið kemur fram einn aðalmunur á gömlu og nýju stefnunni. Gamla stefn- an álítur manninn sjálfan ekkert geta lagt þar til; hann verður að fá alt sem gjöf frá Guði2 * *). En nýi skilning- urinn sje sá, að maðurinn verði sjálf- ur að leggja fram sina krafta8) og vinna sig áfram til þekkingar á til- gang lífsins og lil samræmis við vilja Guðs.« »Það, sem nýrri stefnan skilur við orðið trúarbrögð er ekki reynsla, sem er afleiðing af óþektri orsök; trú er framkvæmd«. »Maðurinn leitar ekki að friði, hann ávinnur sjer friðinn«. »Friðurinn er ekki gjöf, hann er um- bun«. — »Engin opinberun hefir verið gefin eitt skifti fyrir öll, sem hæfi öllum mönnum og í hvaða kringum- stæðum sem þeir eru«. Eldri stefnan er algerlega ósamþykk slíkum fullyrðingum, sem dr. Auer leggur í munn sinnar stefnu. Hún segir, — og jeg hygg flestir sannir lærisveinar Krists samþykki það: »Op:nberun sú, sem oss er gefin í Jesú Kristi, hæfir öllum, hvernig sem 1) Pví var það að ungur nýguðfræðis- prestur sagði í prjedikun: »Vjcr getum öll orðið guðir, ef vjer viljum!« — Krist- ur sagði: »Maðurinn getur ekki sjeð guðs- ríki nema hann endurfæðist«. Pví neitar nýguðfræðin yfirleitt, og telur engan eðlis- mun milli Guðs og manna, en segir: »Fult- komið manneðli er Guðs eðli við mannleg skilyrði«. (Sbr. skýrslu frá nýguðfræðinga- fundi i Cambridge 1921, 196. bls.). 2) Sbr. »An mín getið pjer alls ekkert gert«. ‘3) Ekki neitar wgamla stefnau« pví. högum þeirra er háttað, svo framar- lega, sem þeir vilja sjálfir þiggja«. t*annig eru skoðanir algerlega skift- ar um Jesúm Krist, ritninguna, mann- legt edli, syndina, opinberun Guðs og sáluhjálpina. Auk þess mætti telja fleira, eins og t. d. kraftaverkin, þótt ekki sje tími til að fara frekar út í það nú. Þegar vjer íhugum þetta, er síst undarlegt, að ýmsir vinir eldri stefn- unnar telji, að hjer sje ekki að eins um annarlega trúfræði að ræða, held- ur beinlínis um annarleg trúarbrögð. Nýguðfræðingar flestir andmæla því að vísu eindregið. Þeir segja, að eldri stefnan blandi saman trú og guðfræði, en sitt hlutverk sje að sýna fram á, að alt sje undir trúarþelinu en ekki trúarkenningum komið. Undantekningar eru pó frá þessu. Ein- staka nýguðfræðingar kannast við hvað munurinn er róttækur. Dr Kristian Schelderup í Osló, formað- ur nýstofnaðs sambands nýguðfræðinga par í landi, (Noregs landslag for frilynd kristendom) segir í riti sínu: »Hvem Jesus var og hvad Kirken har gjort ham til«. (1924): »Jeg hygg að dr. Hallesby (prófessor við Safnaðar-prestaskólann í Osló), sjái betur en margir andstæöingar hans, er liann hefir jafnan fullyrt í kirkjumála- baráttunni, að frjálslynda guðfræðin flytji í raun og veru alveg nýja kristindóms• skoðun. — Og jeg ætla að aðalorsök pess að pessi guðfræði hefir ekki betri aðstöðu en hún hefir sje sú, að leiötogar hennar liafa ekki gert sjer þessa staðreynd fylli- lega ljósa. Hjer er vissulega ekki um að ræöa eitt eða fleiri atriði i hinu gamla kenningakerfi, heldur um grundvallar kristindómsskoðunina, um nýtt, róltækt, einfaldara grundvallar sjónarmið trúmál- anna. Niðurstöður frjálslyndu guðfræð- innar fela ekki einungis í sjer óákveðnar breyttar útskýringar gömlu kennisetning- anna; og verða pví ekki látnar sem nýjar bætur á gamla flik. Pær eru í rauninni banatilræði við alla pá yfirheimslegu kristindómsskoðun (»Supranaturale Iírist-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.