Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.02.1928, Blaðsíða 5
B J A R M I 29 9. Syndin er ekki komin í mann- heirn frá djöflinum, því að enginn djöfull er til. Kiisti hefir skjátlast þar eins og í ýmsu fleiru. 10. Maðurinn þarf engrar fórnar nje endurfæöingar við til að verða hólpinn. 11. Engin fullkomin opinberun hef- ir verið gefin, sem öllum mönnum sje nægileg. 12. Engin sjerstök guðinnblásin bók er til, sem fult úrskurðarvald hafi i trú og siðferðismálum. Þegar svo við bætist, að mennirnir, sem svo kenna, segja, að það sjeu tóm aukaatriði, sem þeir hafni, þá verð jeg blátt áfram forviða og skil ekkert í hvernig dómgreind þeirra í trúmálum er farið. — Jeg skal ekki orðlengja þelta frek- ar. Að líkindum þykir sumum meir en nóg komið. Hafi jeg sært einhverja góða menn með orðum mínum, þá er skylt að segja þeim, að jeg leik mjer ekki að þvi að særa neinn. allra sist í trúmálum. En ef jeg tal- aði ekki hreint og beint og segði sannfæringu mína afdráttarlaust, þá findist mjer jeg beinlínis svíkja frels- ara minn. Jeg dæmi þá ekki, sem telja að þeir þurfi ekki neitt á frið- þægingardauða Kiists að halda og segjast hafa hlotið sálarfrið að um- bun fyrir framkvæmdir sinar. — En jeg veit að jeg á enga sáluhjálparvon nema fyrir Jesúm Krist og hann krossfestan, og mjer var veittur sálar- friður að gjöf, algerlega óverðskuldað frá minni háltu. Það eiua, sem jeg gerði á þeirri ógleymanlegu stundu fyrir rúmum 27 árum var að segja við Guð: »Jeg skal segja sannleikann, hvað sem það kann að kosla«. Og að svo miklu leyti sem jeg hefi stað- ig við það loforð, þá er það ekki viljaþreki mínu heldur góðum Guðs anda að þakka. Oft hefi jeg fundið til þeirrar hættu, sem trúardeilum er samfara, þeirri hættu að verða kaldlyndur og beisk- yrtur gagnvart mönnum, sem alvara var með sína trú — en sem mjer fanst stundum leggja flest út á versta veg af því sem jeg reyndi að gera. En hitt hefir verið mjer jafnan Ijóst, að miklu hættulegra trúarlífi mínu var þó að þegja, og skifta sjer ekk- ert af, þegar reynt var að rífa niður það, sem mörgum börnum þjóðar vorrar befir best reynst í lífi og dauða, því að þá hefði jeg beinlínis svikið frelsara minn og meðbræður mína. Mjer er það fullljóst að köld varajátning trúarslaðreynda er eng- inn sannur kristindómur, og mjer hefir aldrei komið í hug, að i því tilliti væri nóg að »játa« (»halda fyr- ir satt«) kenningum kirkjunnar. Því er jeg svo viss um að óheilla áhrif nýguðfræði hverfa livorki fyrir laga- fyrirmælum nje orðadeilum. Reil- brigð trúarvakning er það eina, sem yfirbugar þau svo að verulegu og varanlegu gagni komi. þegar Hans Nielsen Hauge hóf vakningastarf sitt í Noregi um alda- mótin 1800, var köld skynsemisstefna svo að segja einvöld i kirkju Norð- tnanna. — Hauge var ólærður maður maður og ekki fær um að deila um trúfræði nje biblíuskýringar við lærða guðfræðinga sins tíma, en mannlega talað varð hann þó banamaður skyn- semistrúarinnar gömlu þar í landi. Kristnisagan segir frá fleiri slíkum dæmum. Enda skiljanlegt að þar sem syndatilfinningin vaknar fyrir alvöru, þar leita menn i fullri auðmýkt að syndafyrirgefningu' og sálarfrið við kross frelsarans, og þá eru menn á hinni gömlu götu og kæra sig ekki um getgátur og efasemdir nýrrar guð- fræði. Guð gefi vorri þjóð slíka trúar-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.