Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1928, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.02.1928, Blaðsíða 3
B JARMI 43 Sumarminningar. iii. Til Um kvöldið sótti sra Páll Önundar- Stephensen í Holti mig til fjarðar. |safjargar> F5rum rJ9- andi yfir Breiðadalsheiði til Önundar- fjarðar, og komum ekki fyr en um miðnætti að Holti. — Hefði jeg ekki verið með kunnugum, hefði mjer þótt ískyggilegt að riða alla vaðlana heim að Holti i myrkri. Sat jeg þar í góðu yfirlæti til hádegis næsta dag, en þá fórum við Þorvaldur, sonur sra Páls, ríðandi til Dýrafjarðar, yfir Gemlu- fellsheiði. Er við komum nálægt bæj- um í Dýrafirði, mætti sra Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi okkur; var hann þar kominn með hest handa mjer, ef á hefði þurft að halda, sem ekki var. Riðum við svo allir út með firð- inum að Núpi, þar sem þeir búa bræðurnir Kristinn og sra Sigtryggur. Af því að jeg hefi oft rekið mig á, að margir eru alveg ókunnugir land- ferðum um Vestfirði, og hafa ýmsar rangar hugmyndir um þær, langar mig til að segja ofurlítið nánar frá þessum aðalsýsluveg milli ísafjarðar og Dýrafjarðar. Frá ísafjarðarkaupstað er akbraul upp allan dalinn að Breiðadalsheiði, sjálf er heiðin örstutt, með grýttum melgötum, en oftast eða ætið allstór fönn Önundarfjarðarmegin í heiðinni, er hun sniðskorin og alveg hættu- laus á sumrin, en mun ófær hestum á vetrum. Öll vegalengdin er ekki meiri en svo, að vel má fara á tveim stundum frá lsafirði til næstu bæja í Önundarfirði. í Önundar- Pegar komið er niður í Breiðadalsmynnið blasir við blómleg sveit við botn önundar- fjarðar. Prestssetrið og kirkjan i Holti er litlu innar hinum megin fjarðar, sem þar inn frá er nærri skipgengur um flóð, en hesti rúmlega í hnje um fjöru. Gras- gefið er mjög og sljettlent umhverfis prestssetrið, en meðfram grænum fjallabrekkum á þrjá vegu eru að- laðandi bændabýli, sum reisuleg, og akvegur að þeim flestum. Fatt þekti jeg þar bænda, og messuskýrslur sýna að kirkjurækni er þar sorglega iitil, enda alt of langur kirkjuvegur að Holti fyrir kaupstaðarbúa á Flat- eyri. En ótrúlegt þykir mjer, ef ekki fer svo fleirum en mjer, að þeim lít- ist mjög vel á sveitina og þyki þar jafnval fegurst á Vestfjörðum, enda þótt þeim ferðamönnum, sem ekki sjá Vestfirði nema af skipsfjöl eða út um glugga kaupstaðanna, þyki það ótrúlegt. — Af sjó að sjá er Dýra- Ijörður fegurstur, segja flestir »far- þegar«, en þeir ættu að fara ríðandi um sveitirnar og dæma svo — Og því mega menn trúa, að mikill er sá munur að sjá Önundarfjörð frá Holti eða úr kaupslaðnum á Flateyri. Pað sá jeg nýástárlegt í Öuundar- firði og Dýrafirði að flestallir hestar voru tjóðraðir og að fært var frá á hverjum bæ. Á smábýli sá jeg 6 ær í kvíum og skamt þaðan 3ja vetra fola í tjóðri, hvað þá eldri hross. Veit jeg ekki að slíkt sje siður bjer- lendis annarsstaðar en á Vestfjörðum. — Fráfærur eru þar taldar gróði, en tjóðrin neyðarvörn gegn ágangi í engjarnar. Til Dýra- Frá Holti er góður vegur fjarðnr. um gröSUgan dal jnn afl Gemlufellsheiði. Hefir þar verið haft í seli frá Holti fyrir nokkrum árum, og sá jeg þar í fyrsta sinn á þessu landi selsveggi, sem ekki voru alveg grasigrónir. Skamt fyrir innan selið beygir vegurinn beint í suður »upp á

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.