Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1928, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.02.1928, Blaðsíða 4
44 BJARMI heiðina«, en þegar frá er skilin ein brött brekka, var þar ekkert. sem minti mig á »keiði«, því að jafn- skjólt og upp er komið, liggur leiðin um dal niður að Dýraflrði, beint á móli þingeyri, varla meira en tveggja stunda reið milli bæja og vegur al- staðar greiðfær. Lögferja er yfir fjöið- inn, og allítt að flytja hesta með sjer á flatbotnuðum bát. — Þarf þá öll ferðin milli Þingeyrar og ísafjarðar ekki að taka nema 6 stundir, og leyfi jeg mjer mikillega að ráðleggja skemtiferðafólki, sem fer með strand- ferðaskipum, að fara þessa leið. Það er ólíkt skemtilegra en sjóferðin. — Og komi skipið við á Dýrafirði í norðurleið, er vandalítið að ná því á ísafirði. Sbröð- Venjulegast dvelst skipum nrlun. svo ^ fsafirði, að farþegj- um væri óhætt að leggja lykkju á leið sína, og fara riðandi út að Núpi til að sjá Skrúð, eða trjágarð sra Sigtryggs Guðlaugssonar. Jeg befi, því miður, gleymt svo miklu af þvi, sem jeg kunni einu sinni í grasafræði og enga garðrækt lært, að jeg treysti mjer ekki til að lýsa þeim garði, svo nokkur mynd verði á. — En forviða varð jeg að geta þar gengið um heill- andi trjálundi, fá þroskuð jarðarber og sjá alls konar nytsemdar-juitir, er gátu svalað þorsta sínum í sól- skini við úða frá gosbrunni. Jeg dáð- ist að þolinmæðinni, nærgætninni og atorkunni, sem gróðursett hafði þenna reit í öðru eins haglendi, illa grónar gamlar skriður umhverfis og skjólið ekkert annað en það, sem manns- höndin hafði gert með traustum görðum. — Alls sóma ann jeg þeim, sem »klæða landið« í skjólasömum árgæskusveitum, — en tvöfaldar þakkir eiga þeir skilið, sem sýna i verki að blómlegan »lystigarð« má gróðursetja á harðbölum og skriðum útnesja. Ef vegir valdhafanna hefðu legið norðanvert við Dýrafjörð, þykist jeg viss um að sra Sigtryggur hefði fyrir löngu fengið mikla viðurkenningu fyrir Skrúð einan, og hefir liann þó, eins og þjóðkunnugt er, starfað að fleiri nytsemdarverkum en að gróður- setja Skrúð. Það þarf ekki að segja frá því, að hann er mjög áhuga- samur prestur og ágætur skólastjóri við unglingaskólann, og hefir þar sýnt sömu fórnfúsa þolinmæði og hagsýni sem i Skrúðnum. t*ar eð heyrn hans er farin að bila og aldurinn orðinn 65 ár, ætti hann sannarlega skilið að fá full embætlis- laun það sem eftir er, þótt hann losnaði við langa og erfiða annexíu- leið út að Sæbóli, en gæli varið öll- um kröftum sínum við skólann og Skrúð. Oft er gestkvæmt á sunnudögum að Núpi, koma þá hópar Vestfirðinga á batuin eða riðandi, til að skoða Skrúð. Eiga prestshjónin þá mörg spor inn í garðinn, og mörg stundin fer í það fyrir þeim. Jeg sagði við sia Sigtrygg, að honum veitti ekki af að taka inngöngueyri af slíku ferða- fólki eða setja peningakassa við garðshliðlð, til að fá eitthvað fyrir ómök sín og garðinum til viðhalds, en ekki tók hann mikið undir það. Þó gefur einstaka komumaður garð- inum, eins og skólaskýrslur Núps- skólans ber með sjer, en ekki er það mikið á móts við allan kostnað sra Sigtryggs vegna garðsins. Byggingar eru miklar á Núpi, eftir því sem gerist á sveitabæjum. Skóla- hús tvö, kirkjan og íveruhús Kristins bónda Guðlaugssonar, er býr þar á eignarjörð sinni, en presturinn er búlaus. — Mjer fanst bera alt of lítið á kirkjunni, enda er hún fátæk og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.