Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 21.02.1928, Blaðsíða 7

Bjarmi - 21.02.1928, Blaðsíða 7
B J ARMI 55 Bókin hefir 96 dæmi og sýnishorn af eldri og yngri kirkjulegum söng. Eins og getið var hafa ýmsir fleiri á Norðurl. (og á Þýskal.) barist fj'rir þessari umbót kirkjusöngsins. Mun Th. L. hafa orðið einna mest ágengt. Mætt hefir hann mótspyrnum all- miklum, en hrakið þær — stundum nokkuð hvatskeytlega, og með þeim orðum, að manni verður að brosa. Framan af lagði hann krafta sina í það, að kynna sjer sem vandlegast sögu og efni, — lifði og ljek sig inn í gamla sönginn. En á efri árum sínum tók hann sjálfur að semja lög í hinum forna kirkjustil og leggja þjóðkvæðalögin til grundvallar. Árið 1918 kom að fullu út sálmalagabók hans: »Dansk Kirkesanga með rúml. 200 númerum. Er þar bæði gamalt og nýlt. Eru þar mörg lög fögur: skrýða efnið (sálmana) í trúargleði og innilegleika. Og sama má segja um þau sálmalög hans, sem birst hafa síðan, þvi að hann vann með fullum kröftum til hins síðasta. Lög við tónslög ráöhúsklukkunnar, sem hver, er kemur til Kmh., blýtur að taka eftir, samdi Th. L. Hann var gagntekinn af andagift Grúndtvigs og samdi mörg lög sín við sálma hans. Hann bar iunilega lotningu fyrir tign og helgi guðs- þjónustunnar. Þar var honum fyrir öllu viðtalið við Guð með orðum frá einlægu hjarta i búningi hinnar mest samsvarandi og fegurstu listar. Á 60 ára afmæli hans var af fylg- ismönnum hans stofnað fjelag »Dansk Kirkesang«, sem ber nú fram stefnu hans í kirjusöngnum. Útlit er fyrir að hún sigri um sinn. * * * Oft hafa mjer, við athugun starfs Th. L. og skoðanabræðra hans, kom- ið í hug »gömlu lögina vor íslend- inga. Er rjett af oss að láta þau falla í gleymsku og glötun? — f*að skal ekki rætt hjer að sinni, en at- hugi þeir, sem geta. S. G. Frá Scoresbysundi. Trúboðsfjelagið danska (D. M. S.) sendi í fyrra jólagjafir til barna og og fullorðna á hinni nýbygðu ný- lendu Grænlendinga við Scoresbysund á norðausturhorni Grænlands. Sra Seier Abelsen, prestur nýlendumanna þakkaði gjafirnar í brjefi því, sem hjer fer á eftir og Dansk Missions- blað birti. Víkur hann og að gestrisni ísfirðinga, þegar grænlenski nýlendu- hópurinn gisti ísafjörð sumarið 1925 á leið sinni norður, og þykir því tilhlýðilegt að brjefið birtist íslensk- um lesendum. »Jólagjafirnar, sem trúboðsfjelagið sendi komu sjer einkarvel, sjerstaklega þar sem lítið var um slika hluli hjer á staðnum. Á jólunum í vetur út- bjuggum við jólatrje þannig að við bundum hríslur við stöng og prýddum svo með kertum. Okkur tókst nú ekki allskostar vel að út- búa »trjeð« vegna þess hve lítið er hjer um hríslur og allan trjávöxt, en börnin urðu nú samt mjög ánægð með »jólatrjeð« okkar. Ef trúboðsfjelagið sæi sjer fært, vildi jeg mælast til þess að það sendi okkur tilbúið jólatrje fyrir næstu jól, og gætum við þá notað það næstu árin. Trjeð mundi þegið með þökk- um hve svo lítið sem það væri. Á siðasta hausti þjáðust nýlendu- búar mjög sökum veikinda og dóu 4 fullorðnir. Nálega alt fullorðna fólkið lagðist, en sem betur fór varð legan skammvinn. Orsökina að þessum veikindum verður að rekja til hinna ljelegu húsakynna.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.