Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1928, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.03.1928, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XXII. árg. Reykjavík, 1. mars 1928 8. tbl. „Þinn eigin munnur sakfellir þig". — Job. 15, 6. Margt er nú skrafað. Eftir sra Gunnar Ámason. Með síðasta pósti var mjer sent það tölublað Alþýðublaðsins, sem út kom um jólin. Kalli það hver sem vill jólablað, — jeg get það ekki. Það mætli þá eins segja, að »Brjef til Láru« væri kristileg hugvekja. En alveg óvart hefir ritstjóra blaðsins tekist að setja mann hugsandi með þessu tölublaði — knúð mann til alvarlegrar íhugunar um kristindóm- inn og kirkjuna. Þó það áreiðanlega hafi orðið ósjálfrátt, er þetta blað að likindum merkilegasta blaðið, sem kom út á árinu sem leið. I'vi hepn- ast nefnilega næstum fullkomlega að ná, í einu tiliiti, ekki að eins ætlun »Spegilsins«, heldur því sem er hlut- verk allra blaða, að vera spegilmynd þjóðlífsins og rödd þjóðfjelagsins. Að þvi undanskildu, að hin sanna mynd og raust kirkjunnar kemur hvergi fram í þessu Alþýðublaði, er það afar merkilega sönn og rjett spegil- mynd trúarskoðana og trúarumræðna þeirra, sení ríkjandi eru í landinu. Það er eins og fullur pottur af þeim andlega hrærigraut, sem altaf og al- staðar vellur á því sviði. Premst f blaðinu er hálfgildis hug- vekja, sem nefnist »Að sólhvörfum«. Af henni er það helst að ráða, að höfundurinn fylli þann hópinn, sem án þess að trúa á Krist nje aðhyll- ast kirkjuna, viðurkennir að siða- kenning Jesú sje fögur, svo ekki sje meira sagt, og væri jafnvel æskilegt að hún ryddi sjer sem mest til rúms í mannsbjörtunum, sem raunar sjeu litlar likur til að nokkurn Uma verði. — Næst er grein eftir dr. Helga Pjeturss, sem lýsir skýrt aðalefni kenningar hans, og er hún nú alkunn orðin. — Pá er smásaga, er ásamt fleiri sögum í blaðinu, gefur ekki annað til kynna, en blábera efnis- hyggju i andlegum skoðunum. Hins- vegar má þess geta, að einar tvær smásögurnar bera rjett að eins sjáan- legan vott þess, að höfundarnir kunni að hafa einhvern trúarsnert og telja að svolílill sannleiksvottur geti verið i kenningum kirkjunnar. En það kemur svo lítið og óljóst fram, að vel má vera, að það stafi fremur af tilfinningu þeirra fyrir því, sem þeim finst skáldlegt, en hinu, sem jeg nefndi. — Fyrst í siðari hluta blaðs- ins er svo grein eftir sra Gunnar Benediktsson i Saurbæ, sem heitir: »Postullega trúarjátningin og helgi- siðabók islensku þjóðkirkjunnar«. Þarf ekki annað en höfundarnafnið til fullvissn um, að hún muni vera ósvikið merki »nýguðfræðinnar« svo- nefndu. — Litlu síðar er loks önnur grein eftir Sigurjón Jónsson, og er um »bænir«, frá sjónarmiði guðspek- spekinnar. Nú er óefað öllum skiljanlegt, að það er sannarlega merkilegt plagg þetta Alþýðublað, sem kom út á ís-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.