Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.03.1928, Blaðsíða 5
B J A R M I 61 við hina heilögu athöfn, og engin móðir flekast þar til að játa meira en hún vill, fyrir hönd barnsins. Spurn- ingin girðir einmitt, eins og allir hljóta að sjá, fyrir það. Með henni er það ljóslega lagt fyrir foreldrana, hvað til þess þurfi, að barnið hljóti skirn, og hvað skírnin merki — og þeim er jafnframt í sjálfsvald sett, hvort þau vilja hlíta þvi eða ekki. Ef þau vilja það ekki, geta þau látið barnið vera óskirt. Sjera G. B. gerir ráð fyrir að aldrei eigi það sjer stað, að foreldrar vilji láta skira barnið til annarar en sinnar eigin trúar, og því sje auðvitað að óheilindi skapist, ef móðirin svarar »>já« við spurning- unni, án þess sjálf að fallast í öllu á trúarjátninguna. — Jeg mótmæli því. — Það kemur oft fyrir, að hjón eru sitt hvorrar kirkjudeildar, og þeim kemur saman um að láta skíra barn sitt til annarar hvorrar þeirra, án þess að þar sje um nokkur óheil- indi að ræða. Eins finna vantrúuð hjón oftsinnis með hrygð til trúleysis síns og vilja gjarnan láta skíra barn sitt. Já, óska þess heilt að það megi öðlast þá trú, sem trúarjátningin gerir grein fyrir, þó þau finni að þau sjálf eigi hana ekki. — Þó sjera G. B. ríði geyst úr hlaði, eru allar jóreyksgusurnar fljótar að falla niður — eins og alt moldryk. [Frh.J. Leiðrjetting. Missögn nokkur hefir orðið í 6. tbl. Bjarma, þar sem minst er á ætt Kristínar sál. Bóasdóttur. Par stend- ur: Móðir hennar var Sigurbjörg Halldórs- dóltir, Jónssonar, bróður síra Hallgríms á Hólmum í Reyðarfirði, — Halldór var ekki bróðir síra Hallgríms, heldur frú Kristrúnar konu hans, merkrar ágætis- konu, sem Kristrún sál. Bóasdóttir var heitin eftir, Æskan og dauðinn. [Pótt margur deyi ungur, finst flestum að æskan og dauðinn eigi litla samleið, og engum sje jafn erfið heimsókn dauða sem fólki í blóma lífsins. Pó getur Kristur veitt trúuðum æskumanni þrek til að bjóða dauðann velkominn. — Hjer er eitt nýtt dæmi þess]. Hann hjet fullu nafni Hans Kristján Sætram og átti ekki langa sögu, því veikindin settust snemma að honum, Hans Kristjáu^Sætram. og eftir 7 mánaða baráttu kvaddi hann þennan heim seint í ágúst s. 1. sumar, þá rúmiega 18 ára að aldri. En foreldrarnir, Sivert Sætram og Kristín Hansdóttir, búsett nú í Rvík, muna margt ógleymanlegt um dreng- inn sinn, sem altaf var þeim gleði- efni, og þó ef tii vill aldrei frekar, en þegar tárin hrundu tíðast og dauð- inn stóð við dyrnar. Er það sem hjer segir skláð af vörum móður hans, og birt með leyfi foreldranna, til íhugunar þeim les- endum, sem hugsa um að brottförin bíður bæði þeirra sjálfra og ástvina þeirra.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.