Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1928, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.03.1928, Blaðsíða 8
64 B J A R M I Ársreikningur »Trú boös fjelags kvenna« á Akureyri 1927: Tekjur. kr. a. í sjóöi frá fyrra ári............... 20 00 Ársgjöld meðlima.................... 28 00 Ágóði af samkomum................... 22 26 Seldir munir (unnir af fjel.kon.). 33 50 Innkomiö á fundum .................. 29 55 Gjaflr og áheit (Ó. P.)............. 8 00 — — — (J. P.) ............. 5 00 — — — (G. O.)............. 2 00 — - — (V. H.)............. 2 00 — — — (M. G.).............. 5 00 — — — (R. R.)............. 5 00 — — — (O. P.)............. 2 00 _ _ _ (A. P.)............. 2 00 — — - (J. B.) ............. 5 00 Alls kr. 169 31 Gjöld. kr. a. Peningar sendir Margrjetu Sveins- son, kristniboða á Indlandi ... 132 90 Provision og burðargjald............. 2 75 í sparisjóði Landsbankans........ 5 10 1 sjóði hjá gjaldkera .............. 28 56 Alls kr. 169 31 Gislina Friðriksdóttir, gjaldkeri. Reikningur þessi er rjettur. Sigríður Porláksd. Jóhanna Pór. Jafnframt því sem Bjarmi (lytur þenna ársreikning, eftir beiðni fjelagsins á Akur- eyri, leyfir ritstjórinn sjer að samfagna þessum konum, er borið hafa gæfu til að stofna fyrsta kristniboðsfjelagið innan þjóðkirkjunnar í Hólastifti hinu forna. Ættu kristniboðsvinir norðanlands að blynna að þessu fjelagi, senda því gjafir, og umfram alt taka það sjer til fyrir- myndar í að hefjast handa, þótt hópur- inn verði fámennur í fyrstu og byrjunin smá. — Pað er miklu heillavænlegra að hópurinn sje samhentur og fámennur, en fjölmennur og ósamtaka. Erlendis. T r ú a r b r a g ð a f r e 1 s i ð á Spáni. Fyrir nokkru var konu einni. að nafni Carmen Padin, varpað í fangelsi á Spáni fyrir trúarbragðaskoðanir sínar. í haust, sem leið, þegar spánska drotningin var stödd í Lundúnum, sendi »Alheimssam- band Evangelísks tíandalags« henni bænarbrjef, þar sem farið var fram á náðun fyrir Carmen Padin, en í brjef- inu kemur fram hvert var ákæruatriðið á lieudur konunni, og hvernig trúfrelsi er farið þar syðra. Brjeflð var svohljóðandi: 10. nóv. 1927. Til H. H. drotningarinnar á Spáni. Miðstjórn Alheimssambands Evangel- ísks Bandalags (World’s Evangelical Álli- ance, British Organisation), sem á itök hjá kristnum mönnum i öllum mótmæl- endalöndum, og stofnað er með það fyrir augum að auka og styrkja vináttu og samband allra trúaðra manna i öllum löndum, og nú á 80 ár að baki sjer, en í öll þessi ár hefir lagt mikla áherslu á fult trúarbragðafrelsi hvar sem er í heim- inum, leyfir sjer að benda yðar Hátign á eftirfarandi staðreyndir: »Spánskur þegn, konan Carmen Padin, sem er mótmælendatrúar, var tekin höudum og dæmd af dómstólunum i Ponlevedra’) fyrir lítilsvirðingu gegn hinni rómversk-kaþólsku trú, þar sem bún hefði látið svo um mælt i heitri kappræðu, »að Maria mey hefði átt önuur börn, eins og aðrar konur, og að það væri engin nauðsyn, og kæmi heldur ekki til mála, að líta niður á hana fyrir það«. — Vegna þessara ummæla dæmdu dómararnir í Pontevedra Carmen Padin til tveggja ára, fjögurra mánaða og eins dags fangelsisvistar, en auk þess dæmdu þeir hana í fjesektir og sviftu hana öllum borgaralegum rjettindum. Deild Alheimssambandsins á Spáni hefir sent umsókn til náðnnar lyrir Carmen Padin til hans Hátignar Spánar- konungs. Og þegar vjer nú tökum tillit til þess, hve lengi hin ógæfusama kona þegar hefir setið í fangelsi, og að ákæran á hendur benni, þó raunar komi heim við spönsk lög, er hinsvegar ekkert sak- næm í mótmælendalöndum og heldur ekki í ýmsum rómversk-kaþólskum lönd- um, þá leyfum vjer oss að fara þess á leit við yðar Hátign, að þjer beitið yður persónulega fyrir þvi, að náðunin nái fram að ganga, og að Carmen Padin verði sem fyrst látin laus úr fangelsi. Með því mun yðar Hátign fylgja dæmi margra ættmanna konungsættarinnar spönsku, sembeitthafa sjer fyrir svipuð- um náöunarbeiðnum frá spönskum þegn- um mótmælendatrúar, er varpað hafði verið i fangelsi sökum trúarbragðaskoð- ana þeirra. Vjer hyggjum og, að mörg bretsk móðir, sem fylgst hefir með máli þessu, muni kunna yðar Hátign hinar bestu þakkir, ef bæn vor verður uppfylt hið bráðasta. Undirritað f. h. Miðstjórnar Alheims- sambands Evangelísks Bandalags. R. C. Hart-Dyke, Henry Martyn Gooch, (form.). (framkv.stj.). 1) Pontevedra er liöfuöborg samnefnds fylkis norðvestantíl á Spáni. íbúar um 25 þús. — Ritstj. Útgefandi: Signrbjörn Á. Gíslason. Prcntsmlðjan Gutenherg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.