Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.03.1928, Blaðsíða 1

Bjarmi - 07.03.1928, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ == XXII. árg. Reykjavík, 7. mars 1928 9 lbl. „Þegar Ijósiö dagsins dvín, oss Droitins birta kringum skín". Á Stafnnesnfi. »Eitt sá tómt helstríð og lijálpaðist af. — Hin sáu (iuðs dýrð, — og barust i kuf«. Af. J. [Bjarmi flytur ekki almennar frjettir að jafnaði, — hefir ekki rúm til pess, — en í petta sinn stendur svo sjerstaklega á að undantekningu má gera, einkum par sem almennu blöðin hafa engin samtöl birt við pá skipverja, sem björguðust, er togarinn »Jón forsetk strandaði á Stafn- nesrifi 27. f. m. — Má búast við að les- endur Bjarma fjær og nær kunni pví vel að geta geymt í góðri bók, pað sem einn skipverji, Bjarni Brandsson í Selbrekkum, Rvík, segir um pessar alvöruprungnu stundir á Stafnnesrifi]. Laust eftir miðnælti rekst skipið á skerið, kemur þegar gat á það og stýrið fer af. Skipstjóri er á fótum og ýmsir fleiri, en hinir koma allir upp eftir fáar mínútur. Myrkrið byrgir alla sýn, svo að ekki sjest hvort skamt sje í land eða hvort brimgarður er fyrir utan skipið. Til- tölulega rólegt er við skipið sjáll'l, svo engin bára kemur á þilfar. Gera skipverjar þá ýmsar björgunarráð- stafanir, girðast björgunarbeltum, — er síðar reyndust ærið misjafnlega, korkbeltin langbest, — þeir kalla á bjálp með loftskeytum og fá svar að skip komi; þeir setja út skipsbátinn og bera vistir i hann, flytja olíu á þilfar o. s. frv. — Eru þeir hinir ör- uggustu um að allir bjargist, þegar birti af degi. llvikan fer vaxandi, um kl. 4 um nóttina fer sjórinn að skvettast á þilfarið, og úr því vex brimið óðum. I birtingu sjá skipverjar að »Þór« og nokkrir togarar eru komnir í nánd, en geta þó ekki komist svo nærri að likur sjeu til, að þaðan komi nokkur bjálp. Mannaferð sjest í landi og sýnilegt að þaðan sje helst bjálparvon. Stundu fyrir dagmál fara brotsjóar að ganga yfir skipið, brotnar þá bát- urinn og alt lauslegt skolast af þil- fari. Skipverjar raða sjer 11 át stjórn- pall og 13 í reiðann; þann 14, sem þangað ætlaði, tók brotsjór áður en hann komst í reiöann. — Var hann sá fyrsti, er hvarf úr hópnum. — Er nú svo þjett á skipað í reiðanum sem mest má, alveg upp í siglutopp, og einn fer jafnvel út á vlrstreng frá siglutrjenu og heldur sjer þar, á höndum og fótum, i sjö langar stundir. Holskeflurnar koma hver á eftir annari, og fara þeir þá oft alveg í kaf, sem neðstir eru í reiðanum; þeir 4 einir, sem efstir eru á siglu- tijenu, eru þurrir. — Skipið riðar svo við hvern brotsjó, að reiðinn tekur miklar sveiflur, og erfitt er að halda sjer. — Um hálftíu-leytið kallast þeir á við þá, sem halda sjer á stjórn- palli, og segir skipstjóri, sem þar er með alla yfirmenn skipsins o. 11., að allir sjeu þeir ómeiddir. — Eftir það fóru engin orð milli reiða og stjórn- palls, og enginn til frásagnar um

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.