Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.03.1928, Blaðsíða 3

Bjarmi - 07.03.1928, Blaðsíða 3
B JARMI 67 fyrsta ferðinni. í annari ferð brotn- aði báturinn, en þá var annar bátur sendur, sem náöi 3. Um sjö-leytið átti hann að sækja þá þrjá, sem eftir voru. Þegar hann kom fram að skip- inu, hlupu tveir fyrir borð, náði annar bátnum, en hinn drukknaði. Þegar sá, sem eftir var á þilfari, sá það, afsagði hann að reyna að ná bátaum, en kvaðst mundi geta haldið sjer i reiðanum svo lengi sem skipið þyldi, og fór svo hæst upp í siglu- trje. I'ar mun hann hafa setið alla nóttina, því. að hann sást hreyfa sig i reiðanum morguninn eftir, rjett áður en skipið klofnaði. En þá varð hann sá 15., er dauðinn heimti. — Þannig er ágrip þessarar harmsögu, frá sjónarmiði skipverja sjálfra, er af komust. Og þó er slept flestu því, sem almennu blððin hafa lýst um vask- lega framgöngu björgunarmanna, og ágæta aðhlynningu, er i land var komið. — En skiljanlegt er það, sem sögumaður Bjarma bælti við siðast: »Þótt jeg væri þreyttur og þrekaður, varð mjer ekki svefnsamt á Stafn- nesi um nóttina. Hugur minn dvaldi hjá þeim fjelaga mínum, sem einn var enn um borð. Úr glugganum gat jeg sjeð, að »Óðinn« ljet Ijós leika um skipið, svo að hann vissi að hann væri ekki gleymdur«. — Sjö eru ekkjurnar, 35 börnin, og þó nokkrar aldurhnignar mæður og feður, sem mistu ástvin sinn þenna hörmungadag. En stór var einnig sá ástvinahópur, sem fagnaði þeim 10, er á land komust. — Og^enn stærri er hópur þeirra manna, ssm drengi- lega hafa brugðið við til að bæta úr brýnustu nauðsynjum fátækra ekkna og aldurhniginna foreldra, sem mistu fyrirvinnuna. Reykvíkingar bregða ekki vana sínum í þvi efni, enda er þeim vel treyst. Nákominn ættingi einnar ekkj- unnar mælti svo, i áheyrn hennar, og sýnilega fyrir hennar munn: »Það er sárt að hún skuli ekki hafa verið hjer 4 ár, því ekki má hún til þess hugsa, að verða flutt á sveit sína með öll börnin«. — — — Margar alvarlegar hugsanir ælti þetta hræðilega slys að vekja. Það hrópar á betri björgunartæki við hættulega strandstaði. Það hrópar til vor allra: »Verið viðbúnir. Dauðinn gerir ekki boð á undan sjer«. Breytið svo við ástvini yðar, eins og þjer vilduð við þá búa hinstu samverudagana. — Og útvegið sálum yðar örugg björgunarbelti, áður en lagt er út á Dauðahafið. — »Björgunarbelti«, sem verða gegnvot og þung í ágjöf, eru verri en ekkert þegar bolskefla tekur menn á haf út. — Eins er tálvon ein að treysta þeirri trú á hafi Dauðans, er gagns- laus reyrdist í freistingum og sorgum hjer í heimi. En sæll er sá og örupgur, er i fullri alvöru og af eigin reynd getur tekið undir með Hallgrími Pjeturssyni: »Af pví að út var leiddur alsærður lausnarinn«. Er gott til þess að hugsa, að þrátt fyrir alla efasemdastorma, er blásið hafa um þjóð vora að undanförnu, þá leita þó enn á landamærum lífs og dauða hraustir karlmenn, jafnt sem veikgeðja konur, styrks og hælis hjá Jesú Kristi, mannkynsfrelsar- anum, og fá þar þann styrk, sem hrekur brott örvæntingu, en hjálpar til að raula í þyngstu raunum: »0, pá náð að eiga Jesúm«. Guð gefi oss öllum að minnast þess löngu áður en dauðinn kallar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.