Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.03.1928, Blaðsíða 4

Bjarmi - 07.03.1928, Blaðsíða 4
68 BJARMI Ágæt bók fyrir presta. Svíar bafa átt marga góða kenni- menn, sannkallaða skörunga í kenni- ímmnasljeU, þótt fæstir þeirra hafi kunnir orðið hjer á landi. Á fyrri hluta 19. aldar áttu þeir þrjá prje- dikara, sem taldir voru meðal hinna langfremstu á Norðurlöndum á sin- um tima. Það voru þeir Magnus Lehnberg (biskup í Linkaupangi, f 1808), Karl Georg Rogberg (pró- fessor í Uppsölum f 1834) og sálma- skáldið Joliiin Olof Wallin (erki- biskup í Uppsölum f 1839). Eink- um fór hið mesta orð af hinum síð- astnefnda um öll Norðurlönd, og mun hann hafa haft mikil áhrif á prjedikanaflatning kennimanna á Norðurlöndum um og eftir miðbik 19. aldar. Einnig hingað út bárust prjedikanir Wallins og voru um hríð langútbreiddastar allra útlendra prje- dikana á íslenskum prestssetrum, og hafa vafalítið einnig haft mikil áhrif á prjedikanir kennimanna vorra. En siðustu mannsatdrana hefir lítið orðið vart sænskra prjedikana uli hjer. Á einstöku stað hefi jeg þó rek- ið mig á hinar ágætu prjedikanir J. A. Eklunds og Nat. Beskows. Ea Svíar eiga enn í dag ýmsa á- gæta kennimenn, og meðal þeirra er vafalaust í fremstu röð kennimaður sá, er jeg vildi vekja lítilsháttar at- hygli á, prestum vorum til fróðleiks, og þá líka virðist vera sá allra sænskra kennimanna, sem langmest orð fer af um þessar mundir. Þessi kennimaður er dr. Sam. Stadener, er á næstliðnu hausti varð biskup í Strángnás-stifti, en var áður prestur á Skáni og jaf'nframt kennari við háskólann í Lundi i kennimannlegri guðfræði. Dr. Stadener hefir gefið út tvö prjedikunarsöfn hvort á eftir öðru næstliðin ár. Hið fyrra er yfir gömlu textaraðirnar, (»Evangelie-Postilla« í 4 bindum); hið siðara yfir nýjar texta- raðir. Nefnist síðari postillan, sem hjer skal vakin athygli á »Högmásso- Postilla. (Första nya högmássotext- erna)«. Er hún i 4 bindum, rúmar 900 blaðsíður alls, og kostar hvert bindi óinnbundið 3,75 kr. (sænskar). Verðið er að vísu nokkuð hátt; eins og gengið er í bili yrði verð postill- unnar um 20 kr. islenskar. En jeg teldi því fje vel varið jafn ágæta bók og hjer er um að ræða. Pað leynir sjer ekki, að þar er prjedikari á ferð- um, sem er höfði hærri en flestir kennimenn vorra tíma á Norður- löndum. Prjedikanirnar eru í alla staöi tímabærar og taka'tillit til þeirra vandamála á sviði hins trúarlega og andlega lifs, sem vorir timar eiga við að glima. Bygging þeirra er ein- hver hin vandaðasta, sem jeg hefi sjeð langa lengi í prjedikunum. öll efnisskifting er svo ljós, sem frekast verður á kosið. Hverri prjedikun er skift í sjerstaka kafla (venjulega þrjá) og hefst hver prjedikun á stuttum inngangi (exordíum) út af ákveðinni ritningargrein (oftast úr gamla testa- mentinu), er leiðir að ákveðnu um- talsefni, sem svo er strengilega fylgt prjedikunina á enda. Umtalsefnin eru ílest þannig orðuð, að þau festa sig í huga áheyrendanna. Því miður leyfir rúmið mjer ekki að tilfæra hjer dæmi þess, hvernig umtalsefnin eru orðuð hjá Stadener. Útfærslan siálf er blátt áfram meistaraleg. Pað er rjett ótrúlegt hve mikið höf. getur fengið út úr texta sinum og hversu honum getur unnist efni úr biblfu- orðum, sem fæstum mundi detta í hug að feldist í þeim. En þar við bætist svo alveg óvenjuleg mælska

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.