Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.03.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 07.03.1928, Blaðsíða 5
B J A R M I 69 höfundarins og andríki hins háment- aöa manns, sem virðist þekkja út í æsar samtið sína, í hverju henni er áfátt, hvað hún á við að stríða og hvers hún einkum þarfnast með. En það sem þó öllu öðru fremur gerir postillu þessa svo einkar aðlaðandi er sá vitnisburður sem hún flytur: háevangeliskur vitnisburður um náð Guðs í Kristi og þörf nútímamanna fyrir þá náð. Jeg efast um, að hægt sje að benda leitandi sálum, sem við I efasemdir eiga að stríða, á betri leið- sögumann en Sam. Stadener. Að postillan er á sænsku þarf eng- um erfiðleikum að valda, þvi að málið á henni er mjög Ijett og auð- skilið. Það er sannfæring min, að prje- dikanasafn þessa hámentaða sænska kennimannaskörungs eigi brýnt er- indi til islenskra kennimanna nútím- ans og að þar veitist þeim margvis- leg og nytsöm leiðbeining til þess að skilja vora tíma og hvort erindi vitn- isburður hinnar gömlu trúar, borin fram í nútímabúningi, á til hinnar núlifandi kynslóðar, sem hvorki þyrst- ir eflir gamalli guðfræði nje nýrri, heldur eftir þvf, sem fær veitt sál- unni svölun til eilifs lífs. Alveg sjerstaklega hygg jeg að prje- dikanir Stadeners gætu orðið vorri upprennandi prestakynslóð dýrmætur leiðarvísir í starfi þeirra innan safn- aðanna. Bókin er kostuð af »Svenska Kyrk- ans Diakonistyrelses Bokförlag Stock- ho!m« og ætti auðveldlega að fást hingað um hendur bóksala vorra, sem selja útlendar bækur. Dr. J. H. Til Hallgrímskirkju i Saurbæ: L. S., Rvík, 5 kr. Margt er nú skrafað. Eftir sra Gunnar Árnason. Niðurl. II. Mjer virðist alveg keyra um þver- bak hjá sjera Gunnari Benediktssyni, er hann í siðasta hluta greinar sinn- ar fer að reyna að rýra gildi postul- legu trúarjátningarinnar, með því að segja að hún feli að eins í sjer auka- atriði, að því sem trúna snertir, en eiginlega ekkert af því, sem kristn- um mönnum er hjaitfólgnast í trúar- efnum. Hann segir: »En víst er um það, að í postullegu trúarjátningunni er fátt eða ekkert að finna af því, sem kristnum manni lægi fyrst og fremst á hjarta að vitna um, hvaða stefnu sem hann tilheyrði. Þar er þess ekkert getið, að Jesús hafi lifað og dáið fyrir mennina, — að hann hafi kent okkur að þekkja föðurinn á hæðum og æðstu skyldur lífs okkar. Þar er fórnardauða ekki getið með einu orði, og ekki heldur að Jesús lifi, og starfi með kiistni sinni alla daga, alt til enda veraldar. Með öðrum orðum : Þar er ekki getið þess dýrsta og helgasta, sem kristinn maður á i trú sinni og skoðunum, í sambandi við Jesú Krist. En hins- vegar er þar þulið ýmislegt smávægi- legt, sem engum myndi koma í hug að fara að minnast á i sambandi við það helgasta í trú sinni og skoðun- um, og annað er þar, sem beinlínis er fjarstæða fyrir öllum þorra íslend- inga nú á dögum«. Það væri blátt áfram voðalegt, ef þetta væri satt. Og enginn skyldi þá vera fyrri til en jeg, að taka undir með sjera Gunnari Benediktssyni um að fella niður postullegu trúarjátn- inguna. En sannleikurinn er, að sjaldan

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.