Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 07.03.1928, Side 6

Bjarmi - 07.03.1928, Side 6
70 BJARMI eða aldrei heíir önnur eins firra sjest á prenti — og það eftir mentaðan mann, Það er næstum broslegt, að leika sjer að því að hrekja aðra eins endileysu. Og þó er líklega rjett að gera það, af því sjera G. B. á hlut að máli. Postullega trúarjátningin er engin og á ekki að vera nein trúfræði eða barnalærdómsbók. Hún er einskonar minningargrein um höfuðtrúaratriðin, og sem þess vegna er því betri, sem hún er styttri, svo hún sje þess auð- lærðari og minnisstæðari. Sambandi hennar við trúarlærdómana má líkja við kapítula-yfirskriftir bókar. Eða það má kalla hana nokkurs konar stafaheiti eða skammstöfun. t*ess vegna er hún eins og þula fyrir þeim, sem ekki kunna skýring hennar, en þeim, sem kunnugir eru trúarlærdóm- unum er hún bæði auðskilin og handhæg, til að minna á þá og játa þá, í eins stuttu máli og framast má verða. Þetta sjest glögt á því, að þá fyrst eru börnin látin játa hana, þegar þau hafa lært trúarlærdóminn. Pá, en ekki fyr, geta þau samsint henni og kemur hún þeim að haldi. Og nú fer skekkjan hjá sjera G. B. að verða öllum auðskilin. Tökum aðra og þriðju greinina, sem hann fer aðallega orðum um. Hvaða mannsbarn — annað en sjera G. B. — sem lært hefir kverið sitt og biblíusögurnar, veit ekki, að þegar sagt er: »Jeg trúi á Jesúm Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey« — sem veit ekki, segi jeg, að þá er átt við alt, sem vjer vitum af ritningunum og leið- sögn heilags anda um guðlegt og mannlegt eðli Drottins vors, og það sem oss er kunnugt um jarðlíf hans, þar á meðal um kenning hans og kærleiksboðun. Og þegar sagt er að vjer trúum á hann, sem »var pindur undir Pontíusi Pílatusi, krosssfestur, dáinn og grafinn« — hvaða kristinn maður veit þá ekki — nema ef vera skyldi sjera G. B. — að þar er meðal annars átt við fórnardauða Krists? Ekki einn! Og sama máli gegnir um þriðja atriðið, sem sjera G. B. nefnir. Með orðunum að Jesús hafi risið upp frá dauðum og sitji við hægri hönd Guðs, er svo skýrt kveðið á um það, sem frekast þarf fyrir þá, sem hafa numið kver og biblíusögur, að Jesús lifir og starfar með kristni sinni alt til enda veraldar. Það er helst að skilja á sjera G. B. að þegar talað er um það í þriðju grein, að vjer trúum á heilagan anda, ætti að telja upp allar náðargjafir hans, að minsta kosti minnast á bænina. En þessu er svarað með því, sem áður er sagt um eigind trúar- játningarinnar. Kristnum manni, sem uppfræddur er í trúnni, er nóg að játa trú sína á heilagan anda, um leið kemur honum ósjálfrátt í hug alt, sem hann veit um hann og verk- anir hans. Ef farið væri að telja þær upp, myndi það æra óstöðugau og gera trúarjátninguna að trúfræði. Sjera G. B. neitar að hægt sje aö trúa á kirkjuna. En það er nú einmitt svo, að vjer getuin ekki til fulls þekt og bent á hina »heilögu, almennu kirkju«. En vjer trúum á hana — trúum að hún sje til meðal allra hinna mismunandi kirkjudeilda, og nái jafnt til hinna eiginlegu læri- sveina Krists hjer á jörð og þeirra, sem kornnir eru til hans í himininn. Hægur vandi væri enn að skrifa langt mál um gildi trúarjátningar- innar og mikilvægi efnis þess, sem hún felur í sjer. Enn hægara að hrekja með fleiri orðum, að þar er ekki »þulið ýmislegt smávægilegt, sem engum myndi koma í hug að

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.