Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 07.03.1928, Qupperneq 7

Bjarmi - 07.03.1928, Qupperneq 7
BJARMI 71 fara að minnast á í sambandi við það helgasta í trú sinni og skoðun- um«, eins og sjera G. B. lætur sjer sæma að mæla. En jeg ætla að þetta sje nóg til þess, að hver sem í sann- leika sjer og heyrir, skilji fjarstæðu sjera G. B. í þessu máli. Enn eitt atriði. Jeg er sammála þeim tillögum Handbókar-nefndar- innar, að »upprisu holdsins« i þriðju grein trúarjátningarinnar sje breytt í »upprisu líkama« eða »upprisu dauðra«. Jeg sje ekki neilt varhuga- vert við þá breytingu. í fyrsta lagi af því, að hjer er eiginlega að eins um þýðingar mismun að ræða, sem sannast af þvi, að þessi síðari orða- tiltæki eru viðhöfð í trúarjálningunni í ensku og sænsku Helgisiðabókinni. í öðru lagi, og einkanlega, samt vegna þess, að aðal-áherslan í þess- um lið hefir aldrei legið á þvi: hvernig menn rísa upp — um það hafa altaf verið skiftar skoðanir inn- an kirkjunnar og ómögulegt að segja neitt með vissu um það. Nei, höfuð- efni þessa liðar er það, að vjer trú- um á persónulegt lif eftir dauðann. Með öðrum orðum: Það er trú krist- ins manns að hver einstaklingur gangi, með sínum sjereinkennum, frá dauðanum inn til sælu eða van- sælu í öðrum heimi. Hvort það er í þessu jarðneska holdi eða andlegum likama skiftir minstu máli. Jeg fyrir mitt leyti fylgi Páli postula i því efni, að vjer eigum eða fáum í dauðanum andlega líkami, sem vjer lifum í eftir líkamsdauðann. Skal jeg svo ekki fara frekar út í þetta atriði að sinni. Tel nú líka grein sjera Gunnars Benediktssonar fullsvarað í því sem verulegu máli skiftir. Guð gefi að einhverjum verði það til góðs, að jeg hefi ritað þessar línur, þó víst sje að postullegu trúarjátn- ingunni var engin hælta búin án þeirra. Hún lifir lengur og gerir ólíkt meira gagn en við báðir nafnarnir. III. Jeg trúi á Guð föður almátlugan, skapara himins og jarðar. Jeg trúi á Jesúm Krist, hans einka- son, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Mariu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og graíinn, steig niður til Heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs, og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Jeg trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfjelag heilagra, fyrirgefning syndanna, upprisu dauðra og eilíft líf. ........ Hvaðanæfa. —....-......—..........4 Heima. Sunnudagur — ekki laugar- dagur. Skorinorð grein gegn laugardags- helgihaldi Sjöundadags Aðventista heflr Bjarma borist frá Kristjáni A. Stefánssyni i Bolungarvík. Vitnar hann þar til Jó- hannesar og Páls postula, Lúters og Hall- gríms Pjeturssonar máii sínu til stuðnings. — En líklega verður ekki rúm í blaðinu að sinni fyrir þá grein, enda þótt Bjarmi sje andstaeður »sálarsvefni« og laugar- dags-helgihaldi og telji það fjarri öllu lagi, að kalla sunnudaginn »merki dýrs- ins«, og segja að allir kristnir menn, sem hann halda heigan, sjeu »merktir dýrinu«. Bjarmi telur slíkt svo mikla fjarstæðu að hann vill varla eyða orðum að þvi. Gjafir afhentar Bjarma. Til kristni- boðs: Frá B. 30 kr., N. N. V.stöðum 50 kr, Ennfremur 30 kr. til ungfr. M. Sveinsson, kristniboða álndlandi, frá »þrem systrum« I á Akureyri.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.