Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.03.1928, Blaðsíða 8

Bjarmi - 07.03.1928, Blaðsíða 8
72 B JARMl Kirkjuhaldarar ættu aö athuga auglýsinguna um kirkjuskrúða, frá ung- frúnum S. Briem og P. Helgason, því aö þar er bæöi um vandað verk aö ræða og þó ódýrara en ef pantað er frá öðrum lðndum. í J ó 1 a k v e ð j u s j ó ð 40 kr. 70 au. frá börnum í Akranes-preslakalli. Erlendis. Nýr prestaskóli. Merkur Vestur- íslendingur skrifaði Bjarma fyrir nokkru brjefkafla þann sem hjer er birtur, sýnir hann að það eru fleiri en við sr. Guð- mundur á Pingvöllum sem vantreysta »hlutleysinu» hjá guðfræðisdeildinni. »Nýjan prestaskóla ættum vjer nú endi- lega að fá. Petta er herfilegt ásigkomulag, að andartrú og únítarismus fái í næði að móta prestaefnin. Enda alveg óskap- legt, að kandidatar, frá prestaskóla ykk- ar, finna sig helst i samræmi við blákalda únitara, þegar þeir koma hingað vestur. Kirkjufélagið okkar, sem á þó ekkert líf aftögu, er talið öfgakent í rétitrúnaðar- átt, og því nær sem starfsmenn okkar eru þvi marki, að geta heitið endurfæddir menn, því ógeðfeldari, sem samherjar, eru þeir þeim er vestur koma. — Bjarmi ætti alveg sjálfsagt að gera stofnun nýs prestaskóla, að því stórmáli, eða höfuð- máli, sem blaðið skyldi berjast fyrir næstu árin, þar til stofnunin er komin á fót. Pað ætti sem fyrst að hefja fjársamskot, í þessu augnamiði, á íslandi, hjer vestra, og, ef til vill í Danmörku og Noregi. — Stofnunin gæti byrjað í smáum stíl. Prestaskóli með tveim bærilega góðum kennurum, er væru endurfæddir, eða trúaðir menn, væri þúsund sinnum meira virði, heldur en stór og fullkomin stofn- un, hið ytra, er væri skipuð únitörum og andartrúarmönnum sem kennurum. — Prestaskólinn okkar í Chicago byrjaði húslaust, með tveim kennurum, 1891. Var kent fyrsta veturinn og jeg held annan, eða lengur, í Iítilli kirkju, rjett hjá þar sem prestaskólinn var reistur. Svo smá- jókst gengi skólans, þar til 1910, að hann var færður til Maywood, sem er þorp við útjaðra Chicagóborgar, og bygður þar á ný, með ellefu prýðilegum bygging- um, í stað fjögurra, er skólinn átti áður. — Prestaskóli, er væri í hæfl við þarflr vor íslendinga, heima og erlendis, þyrfti Við undirritaðar lökum að okkur, að sauma alls konar kirkjuskrúða, úr b esta ef'ni með eg ta gullborðum. Altarisklœði kosia eftir stœrð, frá kr. 175,00 til kr. 275,00. Höklar kr. 250,00. Altarisdúkar með knipling- um, frá kr. 50,00, úlsaumaðir frá kr. 150,00. Rikkilín kr. /i5,00. Sigriður Briem, Tjarnargötu 28. Pórhildur Helgason, Tjarnargöta 26. Reykjavík. ekki mjög dýr húsakynni, síst til að byrja með. Auðvitað væri ánægjulegt, að hafa rúmgóða og fagra byggingu, og með tíð og tima kanski fleiri en eina. En vjer gætum látið áhyggjur, út af þvi, eiga sig í bili. Fel það framtíðinni, og þeim er öllu ræður, hvað þá tekur við. Mest um vert, að byrja á þessu sem fyrst. Best færi á því, að biskupinn yfir íslandi riði á vaðið, með rækilegri ritgerð um málið. Pætti það ekki tiltækilegt, sökum em- bættis hans i rikinu, lægi beint fyrir, að Bjarmi hefði forustu i málinu. Blaðið hefir nú raunar minst á þetta, ef jeg man rjett. i sambandi við fregnir af presta- skóla bænda i Noregi. En það þarf meira að gera. Pað þárf að taka málið upp með áhuga og dugnaöi, helst bæði heima og hjer vestra, og hætta ekki fyrri en stofn- unin er komin upp og trygging fengin fyrir, að hún geti lifað og starfað, helst með vaxandi afli og auknum starfskröft- um, eftir því sem tímarnir liðu«. Utgefandi: Stgnrbjörn Á. Gfslatioa. Prontsmiðjan Gutenbeig.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.