Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.03.1928, Blaðsíða 1

Bjarmi - 14.03.1928, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXII. árg. Reykjavífe, 14. n.ars 1928 10. tbl. „Sæll er sá lýour, er þekkir fagnaðarópið, sem gengur í ljósi auglitis þíns, Drottin". Sálm. 89, 16. t Haraldur prófessor Níelsson andaðist að kveldi þann 11. þ. m. Var skorinn upp tveim dögum áður. Hann fæddist á Grímstöðum á Mýr- um 30. nóv. 1868. Foreldrar hans voru Níels bóndi Eyjólfsson og Sig- ríður Sveinsdóttir prófasts á Staða- stað Níelssonar. Hann varð stúdent 1890 og kandídat frá Hafnarháskóla í ársbyrjun 1897 og tók öll sín próf með háum einkunnum. Síðan vann hann að bibUuþýðiugunni í mörg ár, einkum Gamlatestamentisins og leysti það starf prýðilega af hendi. Enda þótt einhver ágreiningur kunni að vera um þýðing fáeinna ritninga- staða þar, og Halldór heitinn Frið- riksson hefði ýmislegt að athuga við fyrstu þýðingar sýnishornin, þá mun alment svo á litið, að allur frá- gangur á Gamlatestamentis-þýðing- unni sje aðal-þýðandanum til stór- sóma. — Nýjatestamentis-þýðingin, sem ritstjóri þessa blaðs er enn sem fyr mjög óánægður með, kemur ekki þessu máli við. Árið 1908 varð hann kennari við prestaskólann og vígðist sama ár að Holdsveikrasjúkrahúsinu. Árið eftir 28. maí 1909 \ar hann skipaður 2. prestur við dómkirkjuna samkvæmt kosningu safnaðarins, en slepti því embætti um haustið vegna veikinda í hálsi og tók aftur við kenslustörf- um við prestaskólann. Guðfræðispró- fessor varð hann er háskólinn var stofnaður 1911 og var háskólareklor er hann andaðist. Síðari árin flutti hann guðsþjón- ustur í Frikirkjunni i Rvík nnuan hvern sunnudag þegar heilsa og á- stæður leyfðu, studdur til þess af frjálsum samtökum ýmsra bæjarbúa, sem hölluðust að trúmálastefnu hans. Hann skrifaöi fjölda ritgerða og blaðagreina og ýins rit, einkum til sóknar og varnar spiritísma, og enn fremur ræðusafnið »Árin og eilífðin«. Mælskumaður var hann þjóðkunnur og mesti áhugamaður að hveiju sem hann starfaði. Hann var tvíkvæntur; fyrri kona hans var Bergljót Sigurðardóttir pró- fasts Gunnarssonar. — Liía 5 börn þeirra. Siðari kona hans var Aðalbjörg Sigurðardóttir er liiir mann sinn með 2 börnum þeirra. Eins og þjóðkunnugt er var ágrein- ingur mikill milli trúmálastefnu Har- alds prófessors og þessa blaðs. En ljúfast er mjer að minnast nú eldri tima, fyrstu áranna, sem við þekt- umst. Þegar jeg kom, óþroskaður stúdent, á prestaskólann haustið 1897, var H. N. nýkominn frá háskólan- um, ötull og áhugasamur; þótti mjer mikils vert að kynnast honum, og áttum við samleið um margt næstu árin. Tveir einir andmæltum við í

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.