Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.03.1928, Blaðsíða 3

Bjarmi - 14.03.1928, Blaðsíða 3
BJARMI 75 Störfin, sem vinna á, eru mörg, og á marga vegu er hægt aö auka Drottins dýrð, ef vjer að eins höfum það hugfast, að reyna að gera eitt- hvað fyrir Jesúm, en á þessari stundu var það þó sjerstakt starf, sem mig langaði til að benda yður á að vinna þarf honum til dýrðar, starf sem hann sjálfur minti oss á með þessum orðum: »Það sem þjer gerið einum af þessum mínum minstu bræðrum, það gerið þjer mjer«. — Börnin eru framtíðin. Ef vjer þvi viljum eiga eftir einhver spor við tímans haf, þegar ár vor hjer eru öll, þá verðum vjer að gera eitthvað fyrir börnin, eilthvað, sem þau blessa oklcur fyrir á sínum fullorðins árum, og því geyma minningu vora með þakklálum huga, þegar vjer sjálf er- um horfin úr þessum heimi. Allir þeir, sem vilja hafa áhrif á líf framtíðarinnar, sem eiga einhverj- ar liugsjcnir, einhverja þrá, þeir kosta kapps um að innræta þá sömu þrá, sömu hugsjón, hjá hinum ungu, hvort sem hún er nú góð eða ill, skilja að þetta muni vera gott heil- ræði: »Kenn þeim unga þann veg, sem hann á að ganga, og þegar hann eldist mun liann ekki af honum vikja«. — En hvaða hugsjón er feg- urri en þessi: »Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver, sem á hann trúir, ekki skuli glatast, heldur hafa eilíft lif« — og hvaða þrá er æðri og göfugri en það, að verða Guði líkur, verða kærleikur, eins og hann er kærleikurinn? Ættum vjer þá ekki að innræta þessa hugsjón og þessa þrá vora hjá börnunum, og það með svo miklu meiri áhuga, enn aðrir innræta sinar hugsjónir, sem hún er æðri þeirra og hefir dýrðlegra fyrir- heiti en nokkur önnur hugsjón, sem í hjarta mannsins hefir komið? Er eina hugsjónin, sem getur gert fram- tíðina bjarta, af því hún er frá Guði komin. »Vjer höfum prestana til þess að gera þetta, það er þeirra verk«, munu margir segja og enn fleiri hugsa. — Já, það er rjett, það er þeirra verk, en það er líka þitt verk; vjer geturn aldrei falið neinum ein- staklingi að framkvæma vorar eigin hugsjónir, án þess sjálfir að taka þátt í starfinu með honum, því þá yrðu það ekki framar vorar hug- sjónir, heldur hans eins út af fyrir sig. Prestarnir geta ekki trúað fyrir þig, ekki elskað Guð fyrir þig, ekki gert þín verk fyrir þig, af þeirri ein- földu ástæðu að þeir hafa nóg með að framkvæma sín eigin verk, sem Guð ætlast til af hverjom einstökum þeirra. En prestarnir eiga að starfa með yður og ganga á undan með góðu eftirdæmi; öll eigum vjer að vera samtaka í því að gera Guðs verk og hjálpast að, að rjetta hinum minstu bræðrum frelsara vors hjálp- andi og verndandi hönd. Og þelta langar okkur prestana líka til, að verða með í starfinu, taka vorn þált í hinum miklu Guðs ríkis störfum á jörðunni og vildum óska, að vjer mættum reynast hæfir til þess að ganga á undan öðrum í hverju góðu verki; en hitt er oss lika fyllilega ljóst að einir, og án hjálpar safnaðanna, megnum vjer ekkert, getum ekkert fyrir börnin gert, síst þau, sem mesta hafa þörf- ina á hjálp. En af þvi að vjer höfum fundið hve nauðsynlegt er að tekið væri til starfa, var samþykt á síðustu presta- stefnu, að prestar landsins gengjust fyrir því og störfuðu að því, að fá bætta uppeldislöggjöf vora, og nefnd manna kosin til þess starfs, og enn- fremur, að reyna að gera eitthvað

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.