Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.03.1928, Blaðsíða 4

Bjarmi - 14.03.1928, Blaðsíða 4
76 B J A R M I fyrir fátæk og vanrækt börn, bæði þau, sera munaðailaus eru og þau, sem eiga illa aðbúð að einhverju leyti, hvort heldur er andlega eða tímanlega aðbúð, og nefnd kosin í því augnamiði, og í henni er jeg. En nú munu einhverjir spyrja? Er það nauðsynlegasta starfið, sem fyrir kristnum mönnum liggur á landi bjer, að vinna fyrir börnin, er ekki t. d. meiri þörf að gera eitt- hvað fyrir gamalmenni og hina sjúku? — Það er án efa nauðsyn- legt, að reyna að gera eitthvað fyrir blessað gamla fólkið, þreytta og ein- mana, og alla þá sem sjúkir eru; en börnin eru fyrir framtíðina, og eftir uppeldi þeirra og kærleiks- þroska fer það, hvað gert verður fyrir gamla menn og sjúka í fram- tíðinni, hvað unnið verður af Guðs rikis störfum á landi voru; þess vegna ríður mest á að vinna meðal þeirra, enda þótt hinu megi ekki gleyma. Petta hafa lika margir fundið, því starfið er þegar byrjað meðal barn- anna, ýms fjelög og einstakir menn hafa þegar hafist handa til þess að gera eitthvað fyrir þau, en flest lýtur það að þvi, að bæta og styrkja heilsu þeirra, enda er það fyrsta verkið. Enn sem komið er nær starfið alls ekki til »minstu bræðra Krists«, þeirra, sem eru andlega eða siðferðislega veiklaðir, sem lifa við óhollan og ógöfugan hugsunarhátt, sem er kent hið lága og ljóta, í stað hins fagra og góða. — Það er kvartað um, að börn jafnvel myndi með sjer fjelög, til þess að stela og framkvæma ýms ill og ógöfug verk, þau eru svo máske ámint, stundum refsað, en að þau sjeu sett á þá staði, þar sem þeim er kent hið fagra og góða, og fáar eru freistingar til brota, er lítið gert að eða ekkert, og þó er það víst eina ráðið til þess að uppræta ástríðurnar úr sálum þeirra; því flest þessara vesalings barna forðast venju- lega sunnudagaskóla og þá slaði, þar sem þeim er kent að elska Guð og gera eingöngu þau verk, sem hon- um geðjast að. Það er ekki nóg, að sjá í gegnum fingur við börnin, er þau brjóta, það þarf að vekja og glæða hið góða, fagra og sanna, svo það sigri yfir ástríðum og freistingum er út í lífið kemur. Það þarf umfram alt að kenna börnunum að hlýða, ekki af hræðslu einni samt, heldur af því að það er fagurt. En nú vitum vjer, að það er fjöldi barna, sem ganga sjálfala um götur bæja og þorpa, en sem verða að hafa eitthvað fyrir stafni, og þá leið- ast þau út í yfirsjónir og brot, sem siðar geta orðið að þeim löslum, er loða við þau æfina út. Mörg skortir fæðu, svo þau fara að reyna að ná sjer í björg; það er ekkert undanlegt eða óeðlilegt við það, en það getur orðið fyrsta stigið á brautinni, að verða þjófur. Önnur vantar sæmi- lega aðhlynningu og verða því and- lega vanþroskuð. Enn önnur skortir kærleiksrika og rjettláta aðbúð, sem öll börn þurfa og þrá, og svo verða þau sjálf köld og kærleikslaus. — Alt þetta þekkjum vjer, svo dæmi þarf ekki að nefna. En svo eru þeir foreldrar til á voru landi, þótt máske og vonandi sjeu fáir, sem ala börn sin upp í þjófnaði, beinlínis og óbeinlínis, kenna þeim að segja ósatt og venja þau við að hata, — eða þvílík dæmi þekki jeg nokkur, — enda þótt jeg haldi að til- tölulega beri meira á þessu í stór- borgum annara landa. Aðrir misþyrma svo börnum sín- um, að þau bíða þess aldrei bætur, — einnig þess þekki jeg dæmi, —

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.