Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.03.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 14.03.1928, Blaðsíða 5
BJARMI 77 og þótt leitað væri aðstoðar sýslu- manns, þá treystist hann ekki að taka barnið burtu frá foreldri sínu, kvað lög vanta til þess. Pess vegna þurfum við ný lög, sem ákveða, hvenær foreldrar brjóta af sjer foreldrarjettinn og hver skuli um það dæma; sem ákveða hvað skuli gert við þau börn, sem ríkið verður þannig að ganga í foreldra stað að nokkru leyti, og margt fleira þarf að semja skýrari lög um, hvað börn og uppeldi þeirra snertir, en nú eru til, og einnig þarf að setja ýms ákvæði fyrir mæður, um líf þeirra og störf fyrir og eftir barns- burð. — En jafnframt þarf að koma föstu skipulagi á um hjálp við upp- eldi barnanna; að hjálpa foreldrum, sem eiga erfitt aðstöðu með það, af ýmsum ástæðum, t. d. að barnið sje veikbygt eða hafi tilhneigingu til brota, eða fátækt og vandræði steðja að. Og þetta hugsum við okkur gert á þann hátt, að föst starfsnefnd sje fyrir land alt, með skrifstofu í Rvík, en í hverri sókn á landinu sje einn fulltrúi, sem lítur eftir uppeldi barna ; útvegar góða dvalarstaði fyrir börn annarstaðar frá, gætir þess að börn, sem send eru til dvalar í sóknina, líði vel í alla staði, og sje þeim vinur og verndari, sem þau megi altaf leita til, ef eitthvað amar að þeim; og sem styðja starfið ennfremur með þvf, að afla fjár þess er með þarf, eftir getu í sinni sókn. Skrifstofan hefir svo skrá yfir alla dvalarstaði á landinu, með lýsingu á því, hvaða börn hver helst vill taka og með hvaða kjörum og til hve langs tíma; hún fær líka til- kynningu frá öllu landinu hvaða börn vantar dvalarstaði, og ákveður svo í hvern stað börnin skuli fara, auðvitað í samráði við foreldra þeirra, er þau leita til hennar sjálf með börn sín. En reynist það svo, að góðir dvalarstaðir fáist ekki fyrir þau börnin, sem mesta hafa þó þörfina, eins og t. d. siðspilt börn og and- lega veikluð; þá þarf að reisa hæli fyrir þau, heimili sem leggur alla stund á, að gera þessi börn að góð- um og nýtum mönnum. En nú eru margir foreldrar, sem ekki geta kostað börn sín til dvalar fjarri heimilinu, nema þá að nokkru leyti máske. Þar þarf að hlaupa undir bagga, því annars getur farið svo, að þau taki heldur þann kost- inn að hafa þau kyr í sollinum, en leita sveitarstyrks til þess að koma þeim burtu. Kostnaðurinn verður mikill, á því er enginn efi, og skal jeg nefna nokkuð: 1. skrifstofukostnaóur, húsa- leiga, ritaralaun, símtöl og burðar- gjöld undir brjef o. s. frv. 2. styrkur til barna, t. d. sæmilegur fatnaður handa klæðlitlum börnum, sem senda á í dvalarstaði; þátttaka í flutnings- kostnaði þeirra; meðgjöf með nokkr- um; læknishjálp handa öðrum; skólabækur o. m. fl ; og þessi kostn- aður hlýtur að koma, þótt ekkert barnahæli yrði sett á stofn — en það er 3. og stærsti kostnaðarliður- inn. Ressu fje hugsum vjer oss að afla á þennan hátt: 1. Að fórnargjöfum verði veitt mót- taka við hverja kirkju á landinu á fermingardag barna, — að fengnu leyfi landsstjórnar. 2. Að selja litla gula stjörnu þann sama dag — ef leyfi fæst. 3. Að selja fermingarkort, því nú er sá siður á landi voru, að senda fermingarbörnum slík kort, og þá væntum vjer þess að þeir, sem

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.