Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.03.1928, Blaðsíða 7

Bjarmi - 14.03.1928, Blaðsíða 7
B J ARMI 79 „Eigum vjer að vænta annars?“ Stanley Jones, kristniboðinn góðkunni, sem getið var um í Bjarma í fyrravetur, gefur út dálitið mánaðarblað, prentað í Lucknow á Indlandi. Pað heitir »27ie Fellowship of the friends of Jesus« (aSamfjelag Jesú-vina«). Tilgangur þess er »að mynda samfjelagsband í hugsun og liferni hjá þeim, sem lialda vilja sameiginlegri vináttu við Jesúm, og þrá að igrunda hvað i þeirri vináttu felst, hvort sem þeir eru innan eða utan kristinnar kirkju og hvað margt sem annars er ólikt með þeim«. Blaðið er því engu síður ættað trú- hneigðum Indverjum óskírðum, en kristn- um mönnum, og flytur að jafnaði spurn- ingar frá þeim mönnum. — Peir, s'em hafa lesið hina slórmerku bók »Kristur á vegum Indlands«, eftir þenna kristni- boða, fara nærri um, að hann muni svara slíkum spurningum með allri gætni, og hafa frá mörgu góðu að segja úr sifeld- um ferðalögum sínum um Indland. í febrúartölubl. blaðsins þ. á. er »spurn- inga-stundin« á þessa leið: Spurning. — »Ef þjer álítið að undir- búningur liafi verið nauðsynlegur undir komu Jesú, svo að hann hafl ekki getað komið í byrjun veraldarsögunnar, lieldur um miðbik hennar, hvað er þá því til fyrir- stöðu að ætla megi að vjer lifum nú á undirbúningstíma undir komu einhvers annars, sem skarar fram úr Jesú?« A P. Azamgarh. Suar. »Vissulega getum vjer ekki fært visindalegar sannanir fyrir, að enginn slíkur muni koma. En engan, sem lifir í samfjelagi við Jesúm hefir nokkru sinni dregml um slikan möguleika. Hann finnur að honum hefir hlotnast hið ýtrasta, því að Kristur fullnægir instu dýpt veru lians og veitir honum þá heimsskoðun, er stað- festist því betur, sem árum fjölgar. Krist- ur er enginn eyddur kraftur. Hann er hinn mikli samtíma persónuleiki, lifandi og óeyddur. Sannleikur meiri og meiri brýst stöðugt fram frá honum. Ilann er á und- an oss jafnt sem með oss«. Minnumst þess og vel, að ekki er nema ein leið til að skara fram úr Jesú. Það yrði einhver að koma með göfugri lyndis- einkunn og dýpri sjálfsfórn eða »sjálfs- gefningu« en Jesús. Lögmál lifs, skráð í stjórnarskrá alheims, jafnt og í ritning- unni er, að hinn mesti sje þjónn allra. Ef einhver kæmi, sem færi dýpra i fórn- fýsi, færi þrautagöngu upp einmanalegri Golgata og færi lengra en Jesús fór fyrir mennina, — þá og þá eingöngu væri unt að skara fram úr honum. Pað er engin önnur leið. Pegar litið er á þetta lögmál, sem Jcsús uppfylti, eru þá nokkur líkindi til að farið verði fram úr lionum? Reir einir, sem eru utan hans samfjelags, geta látið sjer koma það til hugar«. Pannig skrifar Stanley Jones og með þessum ummælum hans kýs Bjarmi helst að svara annarí eins fjarstæðu sem þeirri, að nú sje fram kominn islcnskur eða indverskur »mannkynsfræðari«. — Eina bótin í þeirri bjátrú er lildega sú, að því fyr, sem bent er á manninn, sem slíkt »fræðarastarf« er ætlað, þvi fyr kemur afturkippurinn, þegar loftkastalinn liryn- ur, — og nokkur von að trúrækið fólk leiti þá frá hjátrúnni til trúarinnar. Hvaðanæfa, Sunnudagaskóli K. F. U. M. í Rvík varð 25 ára 8. þ. m. Knud Zimsen borgarstjóri heíir verið forstöðumaður hans frá byrjun, en aðrir starfsmenn ýmsir — enginn þeirra guðfræðingur nú, nema ritstjóri þessa blaðs. Sunnudagaskólabörnin eru orðin mörg þúsund; um 500 flest árin, en mörg þeirra 4—5 ár og sum lengur. Undirbúningsfund hafa starfsmennirnir hvert miðvikudagskvöld, og stjórnar borgarstjóri þeim fundum undantekn- ingarlítið, þrátt fyrir alt annað annríki sitt. Kvöldið fyrir afmælisdaginn var sá fundur haldinn að heimili borgarstjóra, og sátu sunnudagaskóla-starfsmennirnir, 25 að tölu, og fáeinir aðrir vinir starfs- ins, að veislu lijá borgarstjóra á eftir fram yfir miðnætti. — Meðal annars voru sungin þar Ijóð þau, eftir Bjarna Jóns- son meðlijálpara, sem blaðið flytur nú. Sunnudaginn 11. þ. m. var haldin 25 ára minningarguðsþjónusla i húsi K. F. U. M. fyrir börnin. Síra Bjarni Jónsson, dómkirkjuprestur, flutti aðalræðuna, en ungfrú Ásta Jósefsdóttir söng eiusöng.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.