Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1928, Síða 1

Bjarmi - 01.04.1928, Síða 1
BJARMI s . KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXII árg. Reybjavík, 1. apríl 1928 11. tbl. „Hvern sem af mjer etur, hungrar ávalt eftir mjer, hvern sem af mjer drekkur, þyrstir ávalt eftir mjer“. — Sír. 24., 25. Það, sem fælir mennina frá Jesú Kristi. Prjedikun á 4. sunnudag í föstu 1928. Eftir biskup dr. Jón Helgason. Ó herra guð, himneski faðir, þú sem liekkir og veist alt og þá líka þekkir ó- styrkleika vorn í trúnni og veist hver hætta oss síl'elt er búin hjer i heimi, hjálpa oss nú fyrir anda þinn til þcss jafn- an að minnast köllunar vorrar, svo að vjer í llfi og dauða höldum fast við þinn son Jesúm sem frelsara vorn og drottin og ckkert fái nokkuru sinni gerl oss viðskila við hann. Heyr þá bæn vora í hnns nafni. Amen. Jóh. 6, 66—69. Texti vor setur oss fyrir sjónir dá- lítinn atburð úr starfslífi Jesú, er fjeltk svo alvarlegar afleiðingar, að „upp frá því fóru margir af læri- sveinum hans frá honum aftur og voru ekki framar með honum“. Þetta er líklega elsti vitnisburðurinn um það, sem því miður hefur gerst svo sorglega oft síðan í heiminum, að fleiri eða færri tóku sig út úr hóp lærisveina Jesú og hurfu burt frá honum. Hvað hafði gerst, það er or- sakað gæti þetta? Jesús hafði talað í samkunduhúsinu i Kapernaum eins og hánn var vanur, er hann var þar staddur á hvíldardegi. Þessu hafði ávalt áður verið vel tekið af mönn- um. Fólkinu hafði yfirleitt getist vel að kenningu hans og margir dáðu hinn unga fræðara sem talaði eins og sá er vald hafði, en ekki eins og fræðimennirnir og farisearnir. Alt innihald kenningar hans hafði ver- ið þeim svo aðlaðandi og borið svo fagran vott urn óvenjulegan skilning á þörfum mannlegrar sálar. Og svo auðkendist alt tal hans, ekki síður en framkoma hans, af meðaumkvun með þeim, sem bágast voru staddir í lífinu og af meiri mildi og mannúð, en fólkið hafði átt að venjast hjá andlegum leiðtogum sínum hingað til, svo bundnir sem þeir voru á klafa bókstafsþrældóms við lögmálið og kennisetningar forfeðranna. En í þetta skifti hafði ræða Jesú þar í saxnkunduhúsinu verið með öðrum hætti en áður og menn höfðu á henni hneykslast. Hvað hafði Jesús sagt, sem gat hneykslað menn? Hann hafði talað um sjálfan sig sem „brauð lifsins“ — hið sanna „brauð af himni“. Og í því sambandi hafði hann mint áheyrendur sína á það brauð, sein Móses hafði forðum mettað lýðinn með í eyðimörkinni, og heint neitað því, að þar hefði verið að ræða um „brauð af himni“, sein best mætti sjá af því, að feð- urnir, sem átu það, dóu i eyðimörlc- inni. En hið lifandi brauð, sem fað- irinn hafi gefið þeim i honum sjálf- um, sje aftur á móti þess eðlis, að sá, sem neyti þess, muni ekki deyja, heldur lifa eiliflega. Og til þess að

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.