Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1928, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.04.1928, Blaðsíða 2
82 UJARMl gera þeim skiljanlegt, að hjer væri um persónulegt samfjelag við sjálf- an hann að ræða, þá kveður hann jafnframt svo fast að orði, að hann segir: „Sá sem etur mitt hold og drekkur mitt blóð hefir lífið og jeg mun uppvekja hann á efsta degi". Á þennan hátt hafði Jesús ekki áð- ur talað í þeirra eyru og þvi hafði gerst kurr með þeim. Ræða hans hafði blátt áfram stórhneykslað þá, sært trúartilfinningar þeirra og dóm- ur þeirra um þessa ræðu hans orðið á þessa leið: „Hörð er þessi ræða, hver getur hlýtt á hana?" Og þeir ljetu ekki staðar nema við orðin tóm, heldur sýndu í verkinu hver alvara þeim var með óánægju sína, því að eins og í guðsjallinu segir, þá „fóru margir af lærisveinunum burt frá honum aftur og voru ekki framar með honum". Vjer þurfum nú engar getur að þvi að leiða hvert sorgarefni þetta hefir verið Jesú. Honum var skiln- ingsleysi lærisveina hans ávalt sorg- arefni, og þá ekki síst er það birtist á jafn háu stigi og hjer, og fjekk meira að segja þær afleiðingar, að margir þeirra hurfu aftur burt af þeirri leið, sem þeir voru komnir inn a. En þessi sama saga hefir end- urtekið sig á öllum tímum og sýnir það best hve sjálfum sjer líkir menn- irnir eru á öllum öldum og hve satt það er, sem Páll forðum hjelt fram um erfiðleika hins náttúrlega manns á að skilja það sem andlegt er. Já, sama sagan hefir gerst á öllum tím- um og gerist enn í dag fyrir augum vorum. Vjer sjáum þess enda þrá- sinnis dæmi í voru eigin litla mann- fjelagi. Hvað veldur þessu, að svo margir á öllum tímum draga sig út úr hóp lærisveina Jesú og slíta öllu sam- bandi við hann óðar en út í lífið kemur? Hvað er það, sem fælir menn frá Jesú Kristi? Þá spurningu skul- um vjer í dag athuga lítið eitt nán- ar sjálfum oss til uppbyggingar. I. Hvað er það, sem fælir mennina frá Jesú Kristi? Spurningu þessa mætti líka orða á þessa leið: Hvað er það, sem fælir menn frá kristnu trúnni? Því að þetta tvent Jesús Kristur og hin kristna trú verður að eilífu ekki aðskilið. Hætti Jesus Kristur að vera þungamiðja kristnu trúarinnar, þá er kristna trúin búin að vera. Hvað er það, sem fælir mennina frá kristnu trúnni? 1 sjálfu sjer er það grátlegt tilhugsunar, að ástæða skuli vera til að bera upp aðra eins spurningu. Því að rjett álitið ætti það að vera óhugsanleg hugsun, að nokkur findi ástæðu til að fælast kristnu trúna, þegar vjer hugleiðum hve mikil þakkarskuldin er, sem heimurinn er í við kristnu trúna fyrir stórvægileg áhrif hennar á ger- valt mannlífið, og hvílík blessunar- lind kristna trúin hefir verið öld eftir öld fyrir þjóðir og einstaklinga, hversu allar framfarir, jafnt timan- legar og andlegar, eiga að einhverju leyti rót sína að rekja til hennar og hinna umskapandi áhrifa hennar á hugsunarhátt manna og breytni. En því miður er þessi spurning hvorki ástæðulaus nje ótímabær, eins og vjer öll vitum, svo vel sem heim- færa mætti upp á vora tíma orð guðsjallsins: „Upp frá þessu fóru margir af lærisveinum hans frá hon- um og voru ekki framar með hon- um". Um lærisveinana í Kapernaum forðum er sagt, að þeim hafi þótt ræða Jesú hörð og því hafi þeir yfir- gefið hann. Alt fráhyarf frá Jesú

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.