Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1928, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.04.1928, Blaðsíða 3
B JARMI 83 Kristi, stendur á öllum tímum í sambandi við, að mönnum þykir ræða hans „hörð“ — og öll óvild manna til kristnu trúarinnar stendur þá líka að einhverju leyti meðfram í sambandi við eitthvað í innihaldi hinnar kristilegu kenningar. II. En þá er að spyrja hvað það sje, sem þessum mönnum þykir sjer- staldega „hart“ í kenningu Jesú eða kenningunni um Jesúm. Einna al- gengasta svarið mun A'era, að þar sje svo margt, sem andi mannsins fái ekki höndlað og sje beint kross fyrir lieilbrigða skynsemi vora t. d. alt hið yfirnáttúrlega, sem þar verði fyrir oss. Því svari verður nú að ó- reyndu ekki á bug vísað, enda er svo að sjá sem það, er forðum fældi læri- sveinana í Kapernaum frá Jesú hafi verið þetta, sem hann mælti þar um sjálfan sig sem brauð af himni og um að eta hold og drekka blóð manns-sonarins. Þeim var þetta ekki aðeins nýstárleg kenning, heldur einnig óskiljanleg og ókleif hugsun þeirra. Mörgum manninum hefir vafalítið farið líkt og þeim i þessu efni. Vjer þekkjum það jafnvel öll úr voru eigin lífi hve ógeðfelt oss einatt vill reynast að taka annað gilt en það, sem vjer getum vegið og inetið og mælt á vog skynsemi vorr- ar. Margur maðurinn virðist jafn- vel líta svo á, að það sje ætlun hans, sem gæddi oss í öndverðu þessum ó- viðjafnanlega hæfileika, sem vjer nefnum skynsemi, að hún eigi að verða slík vog, svo að vjer þurfum ekki að viðurkenna neitt það, sem vjer ekki getum höndlað með henni. Því er nú síst af öllu að neita, að af öllum þeim hæfileikum sem skap- arinn algóði hefir útbúið oss með er enginn, sem taki skynseminni fram, þvi að með henni hefir skaparinn búið oss aðalsmarki eigin inyndar sinnar — guðsmyndarinnar. Vjer ætlum því aldrei að minnast á þessa gjöf guðs öðruvísi en með lotningar- fulíu þakklæti og leggja sem mesta rækt við að þroska hana sem best. En einu megum vjer aldrei gleyma, þegar um þennan andlega hæfileika, skynsemina, er að ræða, að hún er þó aldrei annað en mannlegur hæfi- leiki og' því, eins og alt sem mann- legt er, ákveðnum takmörkum bund- in. En af því leiðir aftur, að vjer getum aldrei vænst þess að fá með skynsemi vorri skynjað alla hluti, Vjer hljótum sífelt fyr eða síðar að reka oss á marksteina með áletrun- semi vor getur í mörgum greinum verið oss hæstirjettur, en síst í öll- urn. Það sem andlegt er verður að dæmast andlega. Það sem trúarlegt er, verður að dærnast út frá trúnni. Svo cr þá og farið hinu yfirnáttúr- lega i kristnu trúnni og í lifi Jesú Krists. Það liggur alt fyrir utan draglengd mannlegs hyggjuvits, svo takmarkað sem hyggjuvit vort er. Og því nær það elcki neinni átt að visa á bug þvi, sem yfirnáttúrlegt er í kristnu trúnni, fyrir þá sök cina, að vjer fáurn ekki höndlað það með skynsemi vorri. Nú er þá líka svo komið, að allir, sem mark er á takandi í andlegum efnurn sjá og skilja, að það væri banatilræði við kristnu trúna að svifta hana hinu yfirnáttúrlega innihaldi henn- ar. Þessi skoðunarháttur, svo algeng- ur sem hann enn er meðal grunn- hygginna manna, er í i-aun í’jettri ekki annað en leifar frá liðnum tíma, þegar hið visindalega mikil- læti var á sínu hæsta stigi, þegar menn ætluðu skynseminni að geta ráðið allar rúnir tilverunnar og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.