Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1928, Síða 4

Bjarmi - 01.04.1928, Síða 4
81 B J A R MI enda trúðu því fastlega, a8 þeir tímar væru í aðsigi, er full ráðning fengist á lífsins miklu gátu. En þetta er nú orðið breytt og heyrir liðnum timum til. Það eru skamm- sýnir orðleplar visindanna, en ekki vísindamennirnir sjálfir, sem hafa þessa oftrú á mætti mannsandans og yfir höfuð láta sjer detta slíkt í hug. Visindamennirnir sjálfir, og þeir ekki hvað sýst, sem dýpst kafa, eru orðnir ólíkt varkárari í staðhæf- ingum sínum en þeir voru fyrir mannsaldri. Nú er því ekki lengur haldið fram af neinum þeirra, sem nokkuð kveður að, að trú og þekk- ing geti ekki samrýmst hvað öðru, þegar hvor heldur sjer á sinu sviði; þeir kannast nú hiklaust við tak- mörk þekkingarinnar og samsinna skilyrðislaust orðum Páls postula um að „þekking vor sje í molum“. Hvað veldur þessari breytingu? Hún er sjálfum visindunum að þakka og stendur i sambandi við hinar miklu framfarir þeirra. Því lengra sem vísindin hafa komist, þess fleiri ó- ráðnar gátur hafa þau rekið sig á, sem þau sáu enga leið til að ráða með tækjum sínum. Þetta er eitt af hinum merkilegustu táknum nálægs tíma, sem vjer gerðum öll vel i að festa oss í huga. Það er því líka trú min, að þeir tímar sjeu í aðsigi, er enginn getur lengur, án þess að gera sig hlægilegan, notað vísindin til þess að fegra með neikvæða afstöðu sina til hins yfirnáttúrlega í lifi Jesú Krists eða i hinni kristnu trú, eða notað ósamrýmanleik hins yfir- náttúrlega i trúarbrögðunum við skynsemina sem ástæðu til þess að hafna þvi sem ómögulegu. En þegar jeg þvi næst lít á menn- ina, eins og þeir eru upp og ofan, þá gerist jeg veiktrúaður á, að það sje i rauninni fyrst og fremst þetta, sem fælir menn frá Iíristi og kristinni trú. Það eru sem sje alls ekki eins mikil brögð að því og látið er i veðri vaka, að hið yfirnáttúrlega geti ekki samþýðst anda mannsins, eða að honum sje það eins óeiginlegt og einatt er gefið í skyn. öllu heldur virðist margt benda til þess, að andi mannsins geti ekki án hins yfirnátt- úrlega verið og að hann meira að segja fremur hneigist að því sem yfirskynjanlegt er og undursamlegt, heldur en fjarlægist það; enda er hann sjálfur yfirskynjanlegur og undursamlegur í eðli sínu. Þegar því góðir menn snúa baki við Jesú Kristi eða vilja engin mölc eiga við kristnu trúna og færa sem ástæður fyrir því hið yfirnáttúrlega bæði í lífi Jesú og' ltenningu, sem þeir geti ekki samsint, þá er mjer geði næst að halda, að þeir geri sig' seka í sjálfsblekkingu. Loks staðfesta þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til að gera krist- indóminn „skynsamlegri“ með því að skera burt hið yfirnáttúrlega, mikillega þetta hugboð mitt; því að þessi „endurbætti“ kristindómur hef- ir, sem kunnugt er, fæstum í geð fallið, og þeir, sem glæptust á hon- um, horfið fljótt frá honuin aftur, af því að þeim fanst hann eltki hafa annað en steina fyrir brauð að bjóða. í trúarlegu tilliti reyndist hann áhrifalaus. Hann gerði engan mann trúaðri eða viðurtækilegri fyr- ir áhrifum að ofan. Hann gerði menn ekki fúsari til að gefast Kristi nje til að lifa og breyta eftir fyrii'- mælum hans. Það kom miklu frem- ur berlega i ljós, að kristna trúin hafði mist rið það alt aðdráttarafl sitt fyrir anda mannsins. Hún hafði ekkert framar að bjóða mannshjart- anu, þvi að það getur aldrei hvílst við hyggindalærdóipa eina saman,

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.