Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.04.1928, Blaðsíða 5
B J A R M 1 85 eða leitað sjer huggunar í einum saman skynsemisályktunum, Allar þessar tilraunir hafa sannfært menn, um, að hið yfirnáttúrlega er ekki að eins saltið í trúarbrögðunum heldur sjálft hjartablað þeirra og það, sem gerir trúarbrögðin að trúarbrögð- um. III. En sje því nú svo farið, að það sjc ekki svo mjög hið yfirnáttúr- lega í kristnu trúnni, sem fælir svo marga menn á öllum tímum frá henui, hvað getur það þá verið? Jeg lít svo á og sannfærisl um það því betur sem jeg verð eldri að or- sakanna til þess raunverulega fyrir- bæris, sjc aðallega að leita hjá mönn- unum sjálfum, og að það sje ekki skynsemi mannsins fyrst og fremst, heldur vilji mannsins, sem mótspyrn- unni veldur. Mjer finst enn fremur alt benda á, að það sje ekki svo mjög hið yfirnáttúrlega í kristnu trúnni, sem siðferðiskröfurnar, sem gera mörgum manninum kristnu trúna svo ógeðfelda, að þeir fælast Krist og vilja ekki binda bandalag við hann. Vil jeg þó engan veginn segja með þvi, að þeir, sem fjar- lægjast Krist vegna siðferðiskrafna kristindómsins, sjeu sjálfir siðleysi ofur seldir. Það sje mjög fjarri mjer. Jeg er miklu fremur sannfærður um, að margir þessara manna standa í engu tilliti mörgum lærisveini að baki þrátt fyrir þessa stefnu viljans að amast við siðferðiskröfunum. En vilji þeirra er nú einu sinni svona gerður, og breytist ekki fyr en hann Uetur mótast af anda guðs. Sjerkenni alls kristindómsboðskap- ar er það, að hann i eðli sínu er boðskapur um synd og boðskapur um náð. Þegar Jesús Kristur boðar oss náðina, þá kveður hann um leið upp fyrirdæmingardóm yfir synd- inni, en sá fyrirdæmingardómur yf- ir syndinni felur í sjer jafnframt kröfu uni heilagl líferni, enda væri það tilgangslaust að dæma syndina hjá oss, ef ekki væri um leið heimt- að af oss að vjer afneituðum synd- inni og tækjum að leggja stund á nýtt guði helgað líf. Jesús boðar náð — já, allur boðskapur hans er náð- arboðskapur, — en hann boðar líka afturhvarf, því að án þessi gæti al- drei náð guð komið oss að rjettum notum. Náðarboðslíapurinn er flest- um Ijúfur á að hlýða, en þegar svo afturhvarfið er nefnt, þá vill við- kvæðið einatt verða: „Hörð er þessi ræða, hver getur hlýtt á hana?" Mannsins vilji er í insta eðli sinu mikillátur. Hann vill helst mega ráða sjálfur stefnu sinni og fara því fram, sem hugþekkast er holdi og blóði. Hins vegar veit maðurinn og skilur, að hann getur ekki fylgt Jesú án þess að breyta eftir honum. En þeg- ar hann svo á að velja milli síns eigin vilja og guðs vilja, vill niður- staðan sorglega oft veiða sú, að hans eiginn vilji verður yfirslerkari, og svo snýr hann bakinu við Kristi. Svona var það í Kapernaum forð- um þegar „harða ræðan" var flutt. Og svona er það enn i dag, já, svona mun það verða hjer eftir nema vilj- inn helgist fyrir áhrif guðs anda. Enginn getur til lengdar verið i hóp lærisveina Jesú án þess fyr eða siðar að verða að velja — taka ákveðna afstöðu. Að því miðar þá líka alt kristilegt uppeldi mannanna að búa vilja þeirra undir þá stund, er þeir standa gagnvart þessu vali, að þeir þá velji rjett, velji það sem þeim er fyrir bestu og öll velferð þeirra tím- anleg og andleg og eilif er komin undir. — —

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.