Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1928, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.04.1928, Blaðsíða 6
86 BJABMI Texti minn i dag er fyrst og fr'emst texti fyrir lærisveina Jesú. Það voru lærisveinar Jesú, sem forðum brugö- ust honum svo tilfinnanlega i Kap- ernaum. Og ú öllum tímum eru það lærisveinar Jesú, sem búa honum mestu vonbrigðin. Höfum þetta hug- fast óll, sem viljum láta telja oss til lærisveina Jesú. Meistarinn sjálf- ur ætlast til mikils af oss og þá um- fram alt, að líf vort verði líf í heil- ögum vexti stig af stigi, uns tak- markinu er náð. En heimurinn ætl- ast líka til meira af oss en öðrum mönnum. Fyrir því riður á, að vjer gleymum aldrei „hvaða köllun vjer eru kallaðir með". Það var átakanlegt augnablik í æfi lærisveinanna forðum, þeirra er eft- ir urðu hjá Jesú í Kapernaum, er hann sneri sjer til þeirra með spurn- ingu s'irini: „Ætlið þjer eiunig að fara burtu?" Jeg gæti best trúað, að einmitt sú spurning hafi gert þeim þessa stund ógleymanlega. En hugs- um oss nú, að Jesús beindi til vor þessari spurningu: „Ætlið þjer einn- ig að fara burtu?" því að einnig nú eru fráhvarfstímar, þar sem margir, sem Kristi hafa verið helgaðir í heil- agri skirn, snúa við honum bakinu. Hverju munduð þjer þá vilja svara? Má vel vera, að yður hafi aldrei dott- ið í hug, að þeirri spurningu yrði beint til yðar, svo ráðnir, sem þjer þykist vera í að snúa aldrei við hon- um bakinu. En þeir voru lika ráðn- ir í því, lærisveinarnir tólf, sem urðu eftir hjá Jesú í Kapernaum og þó var sá á meðal þeirra, sem síðar varð til þess að svíkja Jesúm. Vjer gcrðum því öll vel í að minnast hins gamla orðs: „Sa sem hygst að standa, gæti að sjer, að hann ekki falli". Biðjum guð að varðveita oss frá falli og synd! Biðjum guð að hjálpa oss til að halda oss fast við Krist guðs son og að styrkjast dag frá degi í sam- fjelaginu við hann, svo að hin fagra játning Símonar Pjeturs mætti verða játning lífs vors fyrir guði og mönn- um: „Herra til hvers ættum vjer að fara? Þú hefir orð eilífs lífs og vjer höfum trúað og vitum, að þú ert hinn heilagi guðs". Amen. Úr blððum frú Ingunnar, María Louise Dahl, segir frá. Framli. Veðrið var eins og í dag. Fagurt haustveður. Loftið einkennilega tært og gagnsætt, svo maður fyltist útþrá — þrá eftir einhverju óskiljanlegu, undarlegu — óljósri þrá, sem einhvern veginn vakti í hinu tæra lofti. Mað- ur skynjar það best á baustin, að Hkaminn er ekkert annað en jarð- neskar umbúðir, að eins til bráða- birgða, en það sem f sálunni býr verður að rifta þessum umbúðum til þess að leita upp — nær himninum, sem einmitt á þessum tfma árs er svo undarlega nálægur og þó svo fjarlægur með hægu skýjafari hingað og þangað. Hvað veldur þessu? Er orsökin sú, aö sjálf náttúran leitar hvfldar á haustin, en skreytir sig undir kveldið besta skarti sínu, óspör á kynstur auðæfa sinna? — örlæti haustsins er mikilfenglegra en allra hinna árstiðanna, litirnir eru þrungnir af hverfandi lffi. Manni verður tfðhugsaðra um dauð- ann á haustin en endranær. Pá verður heldur ekki komist hjá þvf, að hugsa til allra þeirra, sem manni er vel til á einhvern hátt, en sera skoða dauðann fjandsamlegan og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.