Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.04.1928, Qupperneq 7

Bjarmi - 01.04.1928, Qupperneq 7
BJARMI 87 fjarlægan mátt, sem i þeirra augum er engan veginn hliðið inn til dýrð- arinnar heima. Heimal — 1 orðinu felst hvíld og friður, gleði og öryggi — og gjafmildi. Heima er þar, sem öll óró og þrá er sloknuð, þar sem sálin hvílir í ró og jafnvægi, — heima getur innifalist í heimili, manni, kirkju eða svo fjölda mörgu öðru, en heima er alt af þar, sem kærleikur rlkir og lífið er sífeid þakkargjörð. Peir menn eiga bágt, sem ekki vita hvað heima táknar í þessu lifi, en hinir eru þó aumkunarverðari, sem vita eigi, að heima er og til eftir dauðann. Mig hefir langað til þess að taka í höndina á þessum mönnum og hvísla að þeim: »Sjáðu, þarna er vegur dýrðarinnar, vegurinn sem þú fjekst aldrei komið auga á. Sjáðu, hann er þröngur, brattur og lorsóltur, og á leiðinni eru þyrnar, sem rífa okkur og trjen slúta sumstaðar svo lágt, að limið lýkst saman yfir höfðum okkar, og við verðum að þræða stíginn álúl og með varúð, já, stundum verðum við að ganga á hnjánum til þess að komast áfram. En þar sem lýkur verstu vegarköflunum tekur alt af við — og stundum alt i einu — rjóður i myrkviðinum. Sól, tungl eða stjörn- ur líta ofan í rjóðrið og fylla það skærri, Ijómandi birtu, svo okkur finst, að við höfum ekki sjeð annað eins, en skæra ljósið sýnir okkur, að jafnvel þar, sem vegurinn var allra verslur yfirferðar, uxu yndislegar, rauðar rósir á milli þyrnanna. Stundum er vegurinn svo krókóttur og myrkrið svo svart, að við verð- um að skriða á fjórum fótum og þreifa okkur áfram, án þess að sjá handa okkar skil, en alt í einu sjá- um við aö vegarlokum birta af degi og þar sem veginum lýkur, skin hið skærasta ljós — þar standa hlið himnanna opin. Jesús rjettir okkur smáum og aumum mönnunum báðar hendur. En ef við höfum sjeð þá sýn, þá gleymist okkur erfiðið og þreytan, þá fyllumst við nýjum fögnuði og riðjum okkur braut með söng og bros á vörum, þvi þá höfum við sjeð heim. Heimþráin rekur okkur áfram. En margur maðurinn hristir höf- uðið og segir: »Æ, þessi vegur er alt of illur yfirferðar — okkur var að eins gefið eitt lif, það eigum við með vissu. Hvi skyldum við ekki njóta þess eins vel og hægt er og þeirrar ánægju, sem lífið rjettir að okkur?« Og þeir fara hina leiðina. Pessa breiöu braut sá jeg greini- lega i draumi mínum i nótt. Mig hryllir við að hugsa til þess, sem fyrir augu min bar. Mig dreymdi, að jeg lægi í rúmi minu hjer i heilsuhælinu, og að komið væri kvöld. Gluggarnir voru opnir eins og vant er. Uti var tunglskin og stjörnubjart, í kveldkyrðinni heyrö- ist fjarlægur brimgnýr hafsins og þylurinn í limi linditrjánna í garðin- um. Mjer fanst jeg vera vakandi, og lá jeg aftur á bak með hendurnar undir höfðinu og horfði á stjörnurnar,. sem blikuðu á himninum. — Jeg vissi, að þess mundi ekki svo ýkja langt að bíða, að jeg væri horfin upp fyrir allar stjörnur. Petta var undarlegt tilhugsunar I Jeg var í huganum hjá manni mínum og litlu stúlkunum minum, og augu min fyltust tárum, svo jeg varð að loka þeim. Pegar jeg lauk augunum aftur upp, sá jeg að yndislega fallegur, hvitur

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.