Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1928, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.04.1928, Blaðsíða 8
88 BJARMI engill kom íljúgandi gegnum gluggann og settist á rúmbrikina bjá mjer. Engillinn leit á mig, en augnatillit hans var bliðlegt og ástúðlegt, og hann laut niður að mjer og strauk hárið frá enni minu og hvislaði: »Góða mín, viltu verða mjer sam- ferða heim?« Rödd engilsins var hreimfögur og þýð. En jeg svaraði ekki, heldur þóltist jeg risa upp í rúminu, leggja hendurnar um háls engilsins og hjúfra mig upp að hon- um eins og barn við móðurbarm. En hann tók mig i fang sjer og fiaug með mig út í kveldkyrðina og sval- ann úti fyrir. Er engillinn hafði flogið um hrið, gægðist jeg yfir öxl hans til þess að sjá reitinn minn niðri á jörðinni einu sinni enn, en þar var heimilið mitt og ástvinir minir, sem nú myndu verða viðskila við mig um stundar- sakir. Það var furðulegt tilsýndar, lifið á jörðinni — allir hlutir smáir og næsta fjarlægir. Það var líkast þvi sem jeg væri þegar orðin ókunn lííinu á jörð- inni, hefði ekki lifað lirinu i öllum þess ys og þys langa lengi, svo ó- kunnuglega kom mjer það fyiir sjónir. í borgunum var fólkið á fleygiferð fram og aftur og ómurinn af um- ferðinni og hávaðanum barst upp til okkar. í sveitunum gekk ekki eins mikið á fyrir fólkinu, akrar, skógar og vötn liðu fram hjá og sýndist mjer alt miklu fegurra en jeg hafði áður litið. — Sjerstaklega virtust mjer kirkjurnar fallegar — hvitar eða ljós- leitar að lit með háum eða lágum turnum á víð og dreif um allar sveitir. Engiliinn flaug enn um brið og bar okkur þá þar að, er vegur nokk- ur lá yfir jörðina. Jeg hafði aldrei sjeð slíkan veg áður og fuiðaði mig stórlega á gerð hans og legu. Virti jeg hann vel fyrir mjer og alt hiö furðulega, sem fyrir augun bar. Vegurinn var breiður — svo breiður, að það blaut fyrst að vekja atbygli áhorfandans — og hvergi var hæð eða misjafna á veginum. Beggja vegna við veginn voru mikilfenglegar trjá- raðir, og var annaðhvort trje ná- kvæmlega eins að útliti. Þekti ]eg hvoruga trjátegundina, en önnur svip- aði mest til kastaníutrjáa, hin var aþekkari grátvið. Limið á trjánum var ákaflega dökt og báru þau gló- andi aldini, sem virtust vera úr ein- hverjum skinandi málmi. Innan við trjáraðirnar voru ljósker á háum stöngum og vörpuðu þau skærri birtu á veginn, sem mikil umferð var um. — Umferðin og ílýtirinn á fólkinu var tryllingsiegri en nokkru tali taki, og var umferðin i bæjunum, sem jeg þó fyrir skömmu bafði furðað mig á, engan veginn sambærileg við þau ósköp, sem gengu hjer á. Þúsundir manna, ungir og gamlir, rikir og fátækir, fóru um veginn — og þar mátti sjá öll farartæki, sem nöfnum tjáir að nefna, — en eitt var þó sam- eiginlegt með þessum sundurleita hóp: allir tróðust áfram, hver sem betur gat, og stjökuðu náunganum frá til þess aö komast áfram á veginum. Ö.'ikrið i bifreiðum, vagnaskröltið, ópin og kveinstafirnir, þegar einhver var troðinn undir eða stjakað úr vegi, ætluðu alveg að æra mann. Jeg laut lengra yfir öxl engilsins til þess að sjá betur það sem fram færi á veginum. Það var eins og hann skildi hvað mjer bjó i huga, þvi hann lægði flugið og flaug nú rjett ytir hópinn á veginum, svo jeg gat greint andiit fólksins. Var það næsta hryggi- leg SJÓn. Frh, Útgefandi: Signrbjörn A. Gfslason. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.