Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.04.1928, Blaðsíða 1

Bjarmi - 07.04.1928, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XXII. árg. Reykjavík, 7. apríl 1928 12. tbl. „Hjá þjer er uppspreíia iífsins, í þínu ljósi sjáutn vjer ljós". — Sálm. 36, 10. Á föstudaginn langa. Þreyttur kom jeg að kvöldi heim með sárar minrjingar. — Eymdin var svo mikil, andvörpin svo þung, er á vegi mínum urðu. Börnin grjetu munaðarlaus, önnur ólust upp við synd og svívirðu, lærðu margt ljótt, en fátt gott á foreldra beimilum. Ung hjón feldu ótal tár við bana- beð barnsins síns, en miklu sárari voru andvörp öldruðu hjónanna, sem sáu börn sin villast um land ógæf- unnar og engu sinna aðvörunar- röddum. Ekkjur andvörpuðu; tárin þeirra höfðu fallið svo títt, er ástvinir voru frá þeim hrifnir, að nú var sem tára- lindir væru þornaðar og andvörpin þungu ein eftir. Á lándamærum líí's og dauða báðu hraustir karlmenn um stundarfrest til að geta alið önn fyrir ungum börn- um sínum eða farlama foreldrum, — og var alveg synjað um frestinn. Gamalmenni sátu vinasnauð og litilsvirt, sum alein, önnur einmana á heimilum barnanna sinna, sem þau fyrrum höfðu fórnað öllu. Óánægja og ósamlyndi rikti á mörgu heimili í dag, þar sem í gær var ver- ið að syngja um ástir og bjartar framtíðarvonir. Örbyrgð og auður, öfund og hroki voru í dag að skapa hatur ir.illi þeirra, sem ljeku sjer í bróðerni í gær. Helgisiðum var haldið, en hinum Heilaga visað á bug. Á morgni æíinnar voru börnin honum helguð við helga skírnarlaug, börn, sem fám árum siðar heyrðu orð- ið »sannkristinn« notað sem háðs- yrði og »heilagur« sem smán. Við æfilok var til þess ætlast að boðber- ar hins Heilaga, lýstu blessan bans yfir Krist-lausri æfi, og þá þótti við- eigandi að syngja um »alsærðan lausn- arann« yfir þeim, sem gert höfðu gis að friðþægingu, og kalla þá hermenn Drottins, sem enginn vissi til að reynt hefðu að efla riki hans, Allar þessar hugsanir settust að mjer og vöktu hjá mjer sáran efa og gremju — og þó var föstudagurinn langi í dag, dómsdagur syndarinnar, lausnardagur syndarans. Jeg reyndi að fara með allar þessar hugsanir til Golgata. — Þeir skilja það, er svipað hafa reynt, að þá verður eintal milli sálarinnar og frelsarans, sem sálunni er of dýrmætt til að skýra almenningi frá greinilega. En eitthvað á þessa leið hugsaði jeg að loknu samtali: Þrátt fyrir öll blæðandi sár mann- kynsins, tárin og andvörpin, sje jeg það alt af betur og betur á Golgata, að alvaldur Guð er faðir kærleikans, kærleikans til sjúkra og sorgmæddra manna, — annars hefðu hersveitirnar himnesku hrifið Krist frá kvölum. —¦ Og þrátt fyrir allar hártoganir van- trúaðrar heimspeki, finn jeg ekkert orð betra tii að iýsa áhrifunum frá

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.