Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.04.1928, Blaðsíða 2

Bjarmi - 07.04.1928, Blaðsíða 2
B J A R M I 90 Golgata en gamla orðið síunga, sem heitir friðþœging. Og þrátt fyrir alla vanrækslu og skrípaleik með helgar athafnir, gnæfir krossinn á Golgata sífelt hærra og hærra og alt af fjölgar þeim, sem leita þar, og finna, hvíld og friö, krafta og kærleikslund. Hjá mjer er óþolinmæðin skamm- sýnin og syndin, en hjá þjer, Drott- inn, er langlundargeðið, miskunnsem- in, heilagleikinn og alvitskan, og því fel jeg þjer allar ráðgáturnar og reyni enn á ný að sitja þögull undir krossi þínum, frelsari minn og Drottinn. — Lat engla þína sitja hjá mjerognáð- arstrauma endurnæra þreytta barnið þitt. Jeg veit að þá bæn heyrir þú, þótt jeg sje minni allri þinni misk- unnsemi. — Amen. Á Páskadaginn. Hvað má jeg segja, mikli Drottinn, á upprisudegi þínum? Lofgerð mín er svo fátækleg. Söngur minn svo litilsvirði. Mjer er það ljóst, að þú sigraðir dauðann og lífið er í þínu samfjelagi beggja megin grafar, svo að lærisveinar þinir þurfa ekki að hræðast, þótt dauöinn komi. En jeg er svo aftarlega í þeirra hóp. f*að er svo sárt um að hugsa, að enn skuli varir mínar óhreinkast daglega, þótt þú hafir fyrir löngu sagt í mikilli miskunn þinni: »Þjer eru syndir þin- ar fyrirgefnar, syndga ekki framar«. Mig langar ekki tii að dæma neinn meðbróður, en oft finst mjer upp- risuboðskapurinn notaður að svæíli, en ekki til sigurs. Oft finst mjer að margir haldi, að úr því að lífið held- ur áfram um endalausar aldaraðir, þá sje öllu óhætt, þótl þín sje ekki leitað í fullri alvöru hjer í heimi. — Og jeg get ekki varist þeirri hugsun, að betra væri þeim að vakna aldrei aftur, en að reyna afleiðingar kæru- leysis síns, mæta þjer eftir dauðann, þjer, sem þeir smáðu á ýmsa vegu og hitta vini þína, sem þeir fyrirlitu. Jeg skil ekki hvernig þeir geta án skelfingar hugsað um sigur þinn. En ber mjer ekki að þegja, mjer sem svo lítt hefir tekist að sýna sig- ur þinn yfir syndinni, minni eigin synd? Mig langaði einu sinni til að vera i þeirra hóp, sem á undan fara að ryðja þjer veg, brjóla með þeim nið- ur virki syndarinuar, leysa hertekna og leiða til þín, syngja með þeim dýrðarsöngva að loknu dagsverki. — En þú veist Drottinn, hvað seinfær jeg hefi orðið. Reynt hefi jeg, að forðast að vera í hóp þeirra höltu og sjúku, sem alt af voru til tafar, alt af varð að styðja eða bera til að komast áleiðis nær þjer. Og þó veistu betur en jeg, Drott- inn, hvort jeg hefi ekki óafvitandi orðið þeim stundum líkur, tafið fyrir þeim, sem áfram vildu halda. Ef jeg er ófær til að vera braut- ryðjandi, ófær til að fara með post- ulum þínum með gleðiboðskap þinn til þeirra, sem þjer eru ókunnugir, þá veit mjer, ástríki Drottinn, þrek til að vera i hjúkrunarliðinu, sem á eftir fer og tekur að sjer þreytta, sjúka og deyjandi liðsmenn. Jeg bið ekki um frægð sigurveg- aranna heldur um auðmýkt og fórn- arlund þeirra, sem gefa þyrstum svala- drykk, hýsa Sál frá Tarsus, er hann missir sjón, reisa á fætur bersynd- uga, lauga þreyttar fætur boðbera þinna, leiða lúin gamalmenni, bera börn í fangi sjer, binda um sár og rjetta deyjandi mönnum lífsins brauð, — og verða aidrei andvaka, þólt van- þakklæti sje tíðasta uppskeran, —

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.