Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.04.1928, Síða 1

Bjarmi - 14.04.1928, Síða 1
BJARMI - KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXII. árg. Reykjavík, 14. apríl 1928 13 tbl. Gleðilegt sumar ! — Þökk fyrir veturinn ! 6.-8. mars 1928. Ár 1928, þriðjudaginn 6. mars, var almennur umræðufundur um kirkju- og trúmál settur og haldinn að Blönduósi. Hafði síðasti hjeraðsfund- ur prófastsdæmisins ákveðið að stofna til slíks umræðufundar og kosið sjer- staka nefnd til að undirbúa fundinn, ákveða fundartíma og mál, sem þar yrðu til umræðu, og sjá jafnframt um að íluttir yrðu fyrirlestrar eða erindi á fundinum. Kom nokkur hluti þessara nefndarmanna saman 1. des. síðastl., samdi áætlun um dagskrá fyrir fundinn, ákvað að hann skyldi haldinn á Blönduósi 6.—7. mars og hefjast með guðsþjónustu, þar sem prófastur, síra Jón Pálsson, prjedikaði. Setti prófastur fundinn að lokinni guðsþjónustu. Skýrði frá tildrögum og undirbúningi hans, og Ijet síðan kjósa fundarstjóra. Hlaut próíastur kosningu. Skrifarar voru kosnir þeir Porsteinn verslunarstjóri Bjarnason á Blönduósi og síra Porsteinn B. Gíslason í Steinnesi. — 6 prestar og fjöldi annara manna var mætt á fundinum. 1. Hjell þá síra Gunnar Árnason erindi um: Sjálfsforrœði kirkjunnar. Urðu um mál þetta allmiklar um- ræður, er stóðu allan fundartíma dagsins. Undir lok umræðanna kom fram tillaga um, að kjósa 5 manna nefnd, til að koma fram með tillögu í máli þessu. Var þá gert fundarhlje um stund, og að því loknu kom nefnd- in fram með svohljóðandi tillögu: »Fundurinn skorar á ríkis- og kirkjustjórnina, að skipa hið fyrsta nefnd manna til þess að rannsaka á hvern hátt fá megi verulegar umbætur á núverandi kirkjulífs- og trúarástandi þjóðar- innar, hvort heldur er á þeim grundvelli að auka sjálfsforræði kirkjunnar í ríkissambandi, eða með aðskilnaði ríkis og kirkju«. Áður hafði komið fram svobljóð- andi tillaga frá síra Gunnari Árna- syni: »Fundurinn leyfir sjer að skora á hina háttvirtu kirkju- stjórn, að skipa sem fyrst, í samráði við prestastjett landsins, 5—7 manna nefnd, til að rann- saka afstöðu ríkis og kirkju, og gera tillögur um hana í fram- tíðinni, með aukið sjálfsforræði kirkjunnar fyrir augum«. Urðu um tillögur þessar nokkrar umræður. Var síðan tillaga síra Gunnars borin fyrst undir atkvæði, og feld með talsverðum meiri hluta. Allmargir greiddu ekki atkvæði. Pá var tillaga nefndarinnar borin upp, og samþykt í einu hljóði. Var þá fundi frestað til næsta dags. Miðvikudaginn 7. mars kl. 10 f. m. var fundi framhaldið. Fiutti þá síra Björn Stefánsson erindi, er hann

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.