Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 14.04.1928, Qupperneq 2

Bjarmi - 14.04.1928, Qupperneq 2
98 B J A R M I nefndi: Viðhorf kristninnar við fagn- aðarerindinu og þjóðmálunum. Að er- indinu loknu var málið rætt alllengi, og komu fram í því tvær tillögur. a) Tillaga frá flutnÍDgsmanni er- indisins svohljóðandi: »Fundurinn skorar á presta- stefnuna og prestafjelag Hóla- stiftis, að taka til rækilegrar at- hugunar á næstu fundum sinum: 1. Hvort ekki finnist ráð til þess að gera kirkju landsins áhrifa- meiri en hún nú er f uppeldis-, fræðslu- og líknarmálum, og 2. Hvort ekki sýndist tillækilegt aö koma á skipulagsbundnum fjelagsskap meðal presta lands- ins, til meiri samvinnu en verið hefir, til siðbætandi áhrifa á fjelagslífið og þjóðmálin«. Tillaga þessi var borin upp í tvennu lagi, samkvæmt ósk eins fundarmanns. Var fyrri liður sam- þyktur í einu hljóði, og siðari liður með miklum meiri hluta atkvæða. b) Tillaga frá Guðmundi Jósafats- syni svoh'jóðandi: »Fundurinn telur nauðsyn á, að kirkjan og hinir leiðandi kraftar hennar beinist frekar en nú er inn á svið uppeldismál- anna, þannig: 1. að kirkjan verji meiri tíma en nú er til kristin- dómsfræðslu barna og unglinga, og 2. að kirkjan reyni frekar en nú er, að beina áhiifum sín- um til æskulýðsskóla ríkisins«. Var tillaga þessi samþykt með meiri hluta atkvæða. Var þá J/2 tíma fundarhlje. Kl. 4 e. m. sama dag var fundur settur að nýju. Flutti þá 3. Eggert Levý erindi, er hann nefndi: Árásir á kTÍstindóminn og áhrif þeirra á trúar- og sið/erðis- þroska manna. Stóðu umræður út af erindi þessu það sem eftir var dags- ins, og var þá fundi frestað til næsta dags. Fimtudaginn 8. mars kl. 10 f. m. var fundi framhaldið. Hófust þá um- ræður að uýju, út af síðasta erindi kvöldinu áður, er stóðu yfir all- langan tíma. Kom að lokum fram svohljóðandi tillaga, er samþykt var í einu hljóði: »Að gefnu tilefni krefst fund- urinn þess, að meðan evangelisk lúthersk kirkja er ríkiskirkja hjer á Iandi, sje enginn sá maður látinn vera starfsmaður hennar, sein framvegis heldur opinberlega fram kenningum, gagnstæðum við 2. grein trúar- játningar vorrar«. 4. Þá flutti sira Þorsteinn B. Gíslason erindi um bregiingar á Helgisiðabókinni. Eftir talsverðar um- ræður kom fram þannig löguð til- laga, er samþykt var í einu hljóði: »Fundurinn telur tíðar breyt- ingar á Helgisiðabókinni óheppi- legar, og lætur sjer vel lynda, að málið er í höndum presta- stjettarinnar«. 5. Svohljóðandi tillaga kom fram frá Guðmundi Jósafatssyni, er sam- þykt var í einu hljóði: »Fundurinn mælist til að hjeraðsfundur prófastsdæmisins beiti sjer fyrir slíkum fundum sem þessum framvegis, eftir því sem ástæður leyfa«. Fleiri mál ekki fyrir tekin. Fundar- gerð upp lesin og samþykt. Þá mintist síra Björn Stefánsson með nokkrum vel völdum orðum hinna drukknuðu sjómanna á togar- anum »Jóni forseta«, og tóku fundar- menn undir það með því, að standa upp. Var þá sunginn sálmurinn

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.