Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 14.04.1928, Side 3

Bjarmi - 14.04.1928, Side 3
B J A R M I 99 nr. 59. — Síðan flutti síra Gunnar Árnason bæn, og að henni lokinni var sunginn sálmurinn nr. 427. Var fundinum þar með lokið. Jón Pálsson. Porst. B. Gislason. Rjett afrit staðfestir Jón Pálsson, prófastur. Sumarmálabrjef til vina Bjarma. Jeg vildi jeg gæti tekið í hönd yð- ar allra, og mælt hlýlega við hvern einstakan: y>Gleðilegt sumar, þökk fgrir veturinna.. Það er margt að þakka yður, sem stutt hafið að því að nýr kaupandi Bjarma bættist við á degi hverjum, að meðaltali, það sem af er þessu ári, og yður öllum, sem á ýmsa vegu styðjið málefni það, sem blaðið vinnur að. Bjarmi telur þá alla samverkamenn sína, sem vinna að eflingu heilbrigðs trúarlífs innan kirkju vorrar, hvort þeir eru lærðir eða ólærðir, og hvort sem þeir rita eða ræða svo um trúmál að gagn verði að. Samkepni við hin kristi- legu blöðin, t. d. K. F. U. M.-blaðið, Heimilisblaðið og Ljósberann, er Bjarma fjarri skapi; hann óskar þeim góðs gengis, langra lifdaga og vax- andi útbreiðslu. Öll vilja þessi blöð efla heilbrigt trúarlff, þótt Bjarmi hafi sjerstaklega tekið að sjer trúvörnina og flytji fleiri ræður en þau gera. En það köllum vjer »heilbrigt trú- arlíf«, sem skapar viðbjóð gegn allri spillingu, öllu því sem ljótt er í fari manna. — Hitt er »sjúk trú« eða öllu heldur trúarvingl, sem að vísu talar mikið um trúna, en lítil eða engin áhrif hefir á breytni ímanna, svo að »trúaði« maðurinn er jafn óorðheldinn, illorður og naulnafýk- inn eins og sá, sem aldrei minnist á trúmál nema í háði. Verum öll sammála og samtaka um að vara við slíku, hvort sem þess verður vart hjá kennimanni eða öðr- um. — Fegar jeg hugsa til yðar vestan hafs og austan, í kaupstöðum og sveitum, fjær og nær, sem fyllið póst- hólf mitt viku eftir viku, með góð- um brjefum, með fyrirspurnum um andleg mál, eggjunarorðum og um- kvörtunum um wkuldann og dauð- ann«, þá finn jeg, að jeg má biðja æðimarga að afsaka hvað brjef min til yðar aftur eru stutt oft og einatt. Verið viss um, að orsök þess er ekki sú, að jeg hirði lítið um hagi yðar, eða meti lítils ómök einyrkjanna fyrir gott málefni. — Nei, því fer fjarri. En hitt er það, að mig mundi bresta tíma til langra andsvara, þótt jeg gæti unniö 20 stundir hvern sól- arhring við skrifborð mitt. Jeg man ekkjurnar, er lesa hús- lestra úr blaði mínu fyrir barnahóp- inn sinn og reyna að fá nágranna sína til hins sama. Jeg man útsölu- mennina, sem heldur borga 3 eða 4 eintök úr sínum vasa en að »kaup- endum þeirra« fækki. Jeg man unga pilta, sem sendu mjer brjef full fyr- irspurna nærri mánaðarlega og alloft »nýtt kaupendanafn« um leið. Jeg man hjónin, nýl. dánu, sem sjaldan skrifuðu að vísu, en keyptu Bjarma nærfelt 20 ár, og hafa vafalaust átt mik- inn þátt i því, að nú er blaðið keypt á heimilum tengdabarna þeirra og syst- kinabarna í nágranna sveitum, sveit- um þar sem flestir aðrir hafa lokað hurðum er sást til ferða blaðsins. — Jeg man líka eftir prestunum, bæði þeim, sem jeg hefi vakað með heilar og hálfar nætur til að tala um trú-

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.