Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 14.04.1928, Side 4

Bjarmi - 14.04.1928, Side 4
100 B J A R M I mál, og hinum, sem forðuðust mig á námsárum sínum, en sáu síðarvið prestsstörfin, að það safnaðarfólkið, sem bað fyrir þeim og studdi þá best á ýmsan hátt í andlegum efnum, voru trúfastir »vinir Bjarmacc, — man jafnt prestinn, sem í vetur skrifaði mjer 3 brjef í sömu vikunni og hinn, sem kvaðst sjá eftir því, að eiga ekki stöðug brjefaviðskifti við útg. Bjarma. Drottinn blessi ykkur alla og allar bæði í andlegu og tímanlegu tilliti. Veturinn hefir flutt mörgum »sum- arblíðu«, þótt hinir sjeu ofmargir, er hlutu djúp sár við sviplegan ástvina- missir og aðrar þungar raunir. — Drotlinn þerri tár yðar, sem grátið. Öll búumst vjer við góðu sumri; en þó eru ýms veður í lofti, sem benda til að vinum kristindóms og kirkju sje ráðlegt að halda vel hópinn og klæðast hertýgjum bjargfastrar trúar. Engin ástæða er því til að æðrast, því að Kristur er öruggur leiðtogi, skjól og athvarf hjá honum í öllum vorhretum vantrúarnæðinga og leys- ingum trúmálaglundroðans. — Hann, sem hefir hjálpað hingað til, bregst ekki úr þessu. — Heilsum sumri í Jesú nafni og segjum örugg: »Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta«. Gleðilegt sumar í Jesú nafni. S. Á. Gíslason. Prestastefnan veröur haldin í vor á Hólum í Hjaltadal 5.-7. júlí. Að henni lokinni verður sra Hálfdán Guðjónsson prófastur á Sauðárkrók vígður vígslu- biskup í Hólastifti hinu forna. Hefir hann fengið konungsveitingu fyrir þvi embætti 2. mars. Hentugustu skipaferðir norður fyrir sýnódusmenn að sunnan, mun verða með Brúarfoss er fer 26. júní frá Reykjavík og kemur 2. júlí til Sauðárkróks, en viss- ast mun að panta sjer þar far löngu fyr, því að margir eru ferðamenn um þær mundir. Á síðasta Yetrardag 1928 »Pakkið Drotni, ákalliö nafn hans, gerið máttar- verk hans kunn meðal þjóðanna«. — sáim. 105,1. Veturinn er að kveðja. Pessi bless- aði vetur er nú að hverfa, en minn- ing hans er djúpt gróðursett í brjósti mínu, og jeg vona að vetrarminningin megi verða mjer til blessunar á kom- andi tíma. Jeg vona að margir aðrir eigi jafn hollar minningar í hjörtum sínum, jafnvel þó ytri ástæður hafi sýnst ólíkar. Jeg vil þakka Guði fyrir veturinn, fyrir allar mínar æfistundir. Hann hefir dásamlega gætt mín og verndað mig, frá því fyrst jeg man eftir mjer. Hann hefir heyrt bænir minar og verið mitt æðsta skjól og athvarf á liðnum æfiárum. Hann hefir leyft mjer að sjá máttarverk sín á öllum tímum. En mjer finst jeg hafi aldrei sjeð þau jafn glögt og í vetur. Jeg hefi dvalið í ástvinahóp og átt miklum vinsældum að fagna. Jeg hefi líka orðið að horfa á vini mína líða þrautir og sjúkdóma, og sjálf hefi jeg verið vanmáttug til að rjetta þeim hjálparhönd. En Droltinn hefir sjálfur rjett þeim sína blessandi náðarhönd. Hann hefir breytt sorg þeirra í sælutár. Gefið þeim frið og blessun. Hann var í verki góðra manna til að flýta fyrir bata þeirra. Og hann mun vissulega halda sinni verndarhendi yfir þeim á komandi tíð. En þegar sársaukinn knúði hjarta mitt og mjer fanst sorgin ætla að yfirbuga mig, fann jeg best náðar- nálægð frelsaraus. Hann læknaði sál mína og leiddi mig að brunni hins lifandi vatns. Hann leyfði mjer einnig að sjá mínar heitustu óskir rætast á vinum mínum og vandamönnum. »Lofa þú Drottinn, sála mín, og

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.