Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.04.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 14.04.1928, Blaðsíða 5
B J A R M I 101 alt hvað í mjer er, hans heilaga nafn, lofa þú Drottinn, sála mín, og gleym ekki neinum velgjörðum hans, sem fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar ö!l þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni og krýnir þig náð og miskunn«. Almáttugi, eilífi Guð! Þú hefir haldið þinni blessandi verndarhendi yfir oss í vetur, og ert máttugur að vernda oss frá öilum hættum á komandi sumri. »Pitt starf ei nemur staðar, þín stöðvar enginn spor, af himni’ er pú þjer hraðar með hjálp og líkn til vor«. Sá veit best sem reynir, hve sælt það er að eiga tryggan og góðan ástvin, sem vakir j'fir velferð vorri og vill leggja fram alla sina krafta, jafnvel lífið, til þess aö bjarga oss frá hættu. En þegar mest á reynir erum vjer mennirnir svo vanmátt- ugir, þrátt fyrir góðan vilja, að vjer gætum oflast ekkert gert til hjálpar, ef algóður Guð opinberaði ekki mátt sinn í vorum veikleika. Ef vjer treyst- um Guði af öllu hjarta, og flýjum til hans með alt, og kappkostum að ganga á vegum hans, þá er hann oss nærri, hann heyrir andvörp vor og blessar oss, hann læknar jafnvel hið sárasta böl og snýr því lil meiri blessunar en vjer kunnum sjálf um að biðja. Hann er eini vinurinn, sem aldrei breytist eða þreytist að hjálpa oss. Hans hjálp nær til allra. Hann er nálægur öllum þeim, sem hann ákalla — öllum, sem biðja hann af trúuðu bjarta, — hann gerir það sem hinir guðhræddu girnast, kall þeirra heyrir hann og frelsar þá. — Ó, að náðarnálægð Drottins mætti vera vor sumargjöf! Algóði Guð! Styrlc þú oss í stríði og neyð, og lát oss aldrei vanmegn- ast undir byrðunum, svo vjer aldrei hættum að treysta þjer. Vertu oss einnig nálægur á hinum góðu dögum, gefðu að vjer höfum þig ætíð fyrir vorum sálarsjónum, svo vjer aldrei týnum þjer í gleði og glaumi heims- ins. Kenn oss að gera vilja þinn og leyf þú oss að vinna það gagn, sem oss er mögulegt. Styrk þú vora veiku krafta, að vjer mæltum benda öðrum á það Ijós, sem þú hefir sjálfur kveikt í hjörtum vorum. Lát engla þína um- kringja oss, að þeir leiði oss þann veg, sem til lífsins liggur, og verndi oss frá hættum. Vegna nafns þíns bless- aða sonar bið jeg þig að gefa oss styrk til að hjálpa systkinum vorum, sem líða og þjást á einn eða annan hátt. Vertu máttugur í vorum veik- leika, að vjer mættum ljetta byrðar þeirra og hugga þau. »Ó, a'Ö jeg mætti alla blómum skreyta, en einkum þá, er sorgartárin þreyta!« »Ó faöir, gjör mig lítið ljós um lífs niíns stutta skeið, tit hjálpar hverjum hal og drós sem hefir vilst af leiö«. Send Ijós þitt og trúfesti þína, þau skulu leiða mig, þau skulu fara með mig til fjallsins þíns helga og til bú- staðar þíns, svo að jeg megi inn ganga að altari Guðs, til Guðs minnar fagnandi gleði, og lofa þig með gígjuhljóm, ó Guð, þú Guð minn. Vísa mjer veg þinn, Drottinn, lát mig ganga í trúfesti þinni, gef mjer heilt hjarta til að óttast nafn þitt. Jeg vil lofa þig, Drottinn Guð minn, af öllu bjarta, og tigna nafn þitt að eilífu. Guð gefi oss öllum gleðilegt og farsælt sumar. H. Sigurðardóttir.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.