Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.04.1928, Blaðsíða 7

Bjarmi - 14.04.1928, Blaðsíða 7
BJARMI 103 göfga lesendurna. Sem betur fer er þar úr mörgu að velja, og er þá blaðinu einkum skylt að minnast þeirra bóka, sem því hafa verið sendar i vetur til umsagnar, og fyr hefði verið talað um, ef rúm blaðs- ins og næðisstundir ritstjórans hefðu leyft. _______ Kristnisaga tslands, II. bindi. Kristnihald þióðar vorrar eftir siða- skiftin, eftir dr. Jón Helgason biskup, er langmerkasta bókin íslenska, sem út kom á liðnu ári, og fiytur svo margbreyttan fróðleik um alla menn- ingarsögu þjóðar vorrar í nærfelt 400 ár (1524—1918), að hún á er- indi í öll lestrarfjelög landsins og til allra íslendinga, sem unna sögulegum fróðleik. Eins og kunnugt er hefir dr. J. H. áður ritað almenna kristnisögu í 3 bindum (prentuð 1912, '14 og '17) og Kirkjusögu Islands á dönsku í 2 bindum (1923 og '26), og nú hefir hann með þessu bindi lokið miklu stærri og efnismeiri kristnisögu Is- lands, alveg fram að siðustu árum, — er það í raun og veru þrekvirki, þegar litið er á öll þau störf, er fylgja biskupsembættinu. í Kirkjusögunni dönsku er fjöldi mynda, en engar í þeirri íslensku, þvi miður, bókin þá ef til vill orðið of dýr, ef þær hefðu verið teknar með. Annars er íslenska Kirkjusagan alveg sjálfstæð og fiytur fjölmargan fróðleik, sem þorra manna er lítt kunnugt um áður. Pessu siðara bindi skiftir höf. i 6 aðal-kafia, er hann nefnir svo: I. Evangeliskt kristnihald hefst, (1524 —1550). — Er þar siðabótarsagan sögð á 80 bls., og rjettilega á það bent að lokum, að siða- breytingin hafði bjerlendis miklu fremur rifið niður en bygt upp, svo að áhriíin urðu ekki æskileg fyrst i stað. II. Evangeliskt kristnihald algerist (1550—1630). — Er þar meðal annars rækilega sögð saga Guð- brandar Hólabiskups, merkasta biskups Norðurlands eftir siða- bót. III. Kristnihald rfelttrúnaðartimabilsins I. (1630—1685). — Par mætast undarlegar andstæður: hjátrú og galdrabrennur annars vegar, og hins vegar endurvakning íslensks bókmentalífs, stundum jafnvel hjá sama manni (t. d. Páli pró- fasti Björnssyni í Selárdal), og þar er meðal annars sagt frá Brynjólfi Sveinssyni biskup og Hallgrími Pjeturssyni. IV. Kristnihald rjetttrúnaðartimabilsins II. (1685—1741). — Par' bera þeir nafnar Jón biskup Vídalín og Jón biskup Árnason höfuð og herðar yfir aðra starfsmenn kirkjunnar. — Hólastól fer hnign- andi, þrátt fyrir bókagerð Steins Hólabiskups. V. Tilraunir til umbóta á kristni- haldinu (1741—1802). — Par er meðal annars betur sagt frá störfum Ludvig's Harboe bjer- lendis en nokkru sinni hefir verið áður gert á islensku. VI. Kristnihald nitjándu aldar fram til vorra tima (1802—1918). — Par er sá kafiinn, sem nærri þvi er mestur vandi að segja frá í kirkju- sögu, einkum siðustu 30 árin, þar sem bæði höf. sjálfur og margir aðrir núlifandi menn eiga svo mikinn hlut að máli, og sagan eðlilega ekki búin að skera úr ágreiningsmálum. En yfirleitt er óhætt að segja að sú frá- sögn hafi tekist vel, enda þótt um sumt verði ágreiningur.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.