Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.04.1928, Síða 8

Bjarmi - 14.04.1928, Síða 8
104 B J A R M I Ekki er það alveg rjett, sem segir þar á bls. 352, að trúboðsfjelög hafi myndast í sambandi við K. F. U. M. og K. F. U. K. Þau hafa verið og eru algerlega sjálfstæð. Elsta trúboðs- fjelagið sem til er hjer á landi, er Trúboðsfjelag kvenna í Rvík, stofnað haustið 1904 af frú Kiistínu Pjeturs- dóttur, konu síra Lárusar Halldórs- sonar fríkirkjuprests. Hún hafði kynst skandinavisku fjelagi í Kaupmanna- höfn (»Kvindelige Missions Arbejdere«) og fjelagið hjer var í mörg ár sem ein grein þess. Fjelagar Kristniboðs- fjelags karlmanna í Rvík og Trúboðs- fjelagsins í Hafnarfirði, — sem bæði eru miklu yngri, — eru að vísu flestir jafnframt meðlimir í K. F. U. M., en fjelagsskapurinn sjálfstæður, — og trúboðsfjelögin á Vatnsleysuströnd og Akureyri eru í engu sambandivið það. Ekki er það heldur rjett til getið, að við sem kvörtuðum um islensku biblíuþýðinguna siðustu, sjeum nú allir orðnir ánægðir með hana. Enda þótt okkur hafi þótt sjálfsagt að út- breiða hana, þar sem um enga aðra biblíuþýðingu íslenska var að ræða. Jeg gæti nefnt margt í Nýja testa- mentis þýðingunni, sem jeg er mjög óánægður með enn sem fyrri, og geri það liklega áður en langt um líður. En þetta eru í rauninni smámunir, þegar á alla kristnisöguna er litið. — Dr. J. H. á bestu þakkir skilið fyrir bókina. Frh. Frá Alpingi. Alþingi hefir haft ruörg mál og stór til meðferðar í vetur, en fátt er par, sem miöar þjóðkirkjunni til hagsbóta. Pó hefir fjárveitinganefnd sýnt fulla sanngirni í garð kirkjunnar að ýmsu leyti og fengið samþyktar t. d. uppbætur á eftirlaunum tveggja presta, er nýskeð liafa sagt af sjer, peirra síra Jóns Árnasonar á Bíldudal og síra Jóns Porsteinssonar á Möðruvöllum. Til húsabóta á prestssetrum eru veittar 20 þús. kr., og verður væntanlega pá, meðal annars, reist hús á Æsustöðum í Langadal. Var sú jörð keypt til prests- seturs í fyrra, en Bergsstaðir í Svartárdal seldir; enda er presturinn miklu betur í sveit kominn á Æsustöðum en langt iuni í Svartárdal. Hins vegar var felt að veita »ferða- presti« ferðastyrk. Litur út fyrir að sú parflega ráðstöfun sje ekki í náðinni hjá löggjafarvaldinu; ættu pó m. k. allir ping- menn utan Reykjavíkur að fara nærri um, að ferðaprestur er kærkominn gestur víða um land. Samþykt var sú kynlega ráðstöfun, að taka 10 þús. kr. af tje Strandarkirkju og verja til sandgræðsíu, girðinga og sjó- garða i Strandarlandi, og síðan 1 þús. kr. árlega til viðhalds og græðslu. Felt var alveg, sem pó stóð fyrst í frumvarpi pessu, að stefna að því að endmreisa Vogsósa-prestakall og verja vöxtum af kirkju-fjenu til að launa prest- inum. Hefði þó par mátt ætla rosknum fræðimanni eða skáldi í prestahóp lient- ugt embætti. Hann hefði vel getað rækt sjergrein sína við hlið prestsstarfsins í ..svo fámennu prestakalli. — En pá hefði líklega orðið að taka kosningarvaldið frá söfnuðinum. Varla getur orðið um pað ágreiningur að pessi sandgræðslu-ráðstöfun fyrir kirkjunnar fje, er meir en lítið viósjár- vert spor hjá löggjafarvaldinu. Að vísu er Strandarkirkja efnaðri en aðrar kirkjur, á um 41 pús. kr. nú í sjóði, en fleiri kirkjur eiga þó, eða geta eignast, vænan sjóð, og víða eru óræktaðir blettir stórir í kirkjulandi. En þá fara kirkju- eignir, og' raunar fleiri sjóðir, að verða nokkuð ótrygg eign, ef Alpingi leyfir sjer að ráðstafa peim til alls annars en gef- endur ætluðust til. Fróðlegt verður að vita livort áheitin á Strandarkirkju halda áfram, er menn sjá hvernig kirkjufjenu er varið, og hvernig »Strandarkirkja borgar fyrir sig«. Pví pjóðtrúin segir að hún hafl »munað vel« hingað til hvað að henni sneri. — Sumir spá, að tiilögumennirnir muni fá að kenna á reiði hennar áður en langt um líður. Ef hún pá ekki kýs að sök'kva heldur i saltan mar, en að þola slíkar ráðstafanir á áheitafje vina sinna. Miklar líkur eru tií, pegar petta er skrif- að, að Alþingi sampykki að leggja Ping- vallaprestakall riður. Á að leggja Ping- vallasókn að Mosfellií Mosfellssveit,—enda pótt Mosfellsheiði sje illfær, og jafnvel ófær, langan tíma á snjóavetrum,og Ulfljótsvatnssókn að Arnarbæli í Ölfusi! Aðrar kristnar þjóðir fjölga prestum, og víða er sjerstaklega hlynt að þeim prestssetrum, sem helgar minningar um kristnihald pjóðarinnar eru sjerstaklega tengdar við. — En hjer er farið öðruvísi að. Hólar og Skálhoit orðnar útkirkjur í stórum prestaköllum, svo varla er par messað nema endrum og eins, að heita má, — og eins á nú að fara með Ping- velíi. — En enginn verður pað vegsauki pjóð vorri í augum aðkomumanna á 1000 ára hátíðinni 1930, að sjá að búið er að reka þaðan prestinn. Sóknarfólk beggja sókna heflr andmælt pessari samsteypu, en Alþingi heflr ekki par tekið mikið tillit til »háttvirtra kjósenda«, — enda langt til næstu ping- kosninga. Útgefandi: Slgnrbjörn Á. Rislason. Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.