Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1928, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.05.1928, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXII árg. Reykjavík, 1. maí 1928 14. tbl. „Ef Droitinn byggir ekki húsið, þá erfiða smiðirnir til einskis". Guð blessí heimiliö (Ræða flutt við húsvitjanir 1927). Eftir síra Gunnar Árnason frá Skútustöðum. Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiöirnir til ónýtis; ef Drottinn verndar eigi borgina vakir vörðurinn til ónýtis. (Sálm. 27, 1). Á mörgum bæjum sjer maður, þessi orð letruð með gullaum stöf- um eða fagurlega saumað í dúk, yfir dyrum eöa á veggjum stofunnar: Guð blessi heimilið. Vísast eru þeir bæirnir þó miklu fleiri, þar sem þessi orð blasa ekki við augunum, — það kann að vera að húsfaðir- inn hafi ekki rekist á slíkt spjald til sölu, eða húsmóðirin ekki treyst sjer til að sauma stafina svo prýði væri að, kanske líka að hvorugt hafi tek- ið eílir þessu annarsstaðar og því ekki langað til að hafa það eins bjá sjer. Hvað sem þvi líður, þá er hitt víst, að — sama óskin, sama vonin, sama þráin og þessi orð lýsa er jafn innileg, mikil og heit þar og á hin- um stöðunum, þar sem hún í sýni- legri mynd skin við allra augum. Ef jeg væri að því spurður bvaða ósk væri sameiginlegust með öllum búsbændum í sveitinni myndi jeg biklaust svara þessu: það er að — Gað blessi heimilið. Jeg myndi hik- laust segja, að það væri þeirra hjart- fólgnasta von, það sem þeir þráðu heitast. Óefað myndi mörgum koma þetta á óvart og finnast flest annað lik- legra; mjer þykir meira að segja sennilegt, að sumum þeirra, sem jeg segði það um, kæmi það nokkuð kynlega fyrir og þætti, sem það gæti ekki átt við sig. Jeg held nú samt að mjer segi rjett hugur um þelta. Vjer skulum sjá hvort vjer getum ekki orðið sammála við að bugsa oss svolítið um. í vöku og svefni bera húsbænd- urnir heimilishaginn mest fyrir brjósli. Um það erum vjer áreiðanlega ásátt. Ekki síst á svo erfidum tímum og nú ríkja á landinu, þegar arðurinn af því að vinna baki brotnu nótt og nýtan dag, hrekkur varla fyrir máls- verðunum, og vjer erum eins ang- istarfuli fyrir framtíðinni og vjer værum innilukt í borg, sem sultur- inn situr um, er heimilishagurinn húsráðanum svo að segja eilt og alt. Alt er í veði þar sem hann er. í>eg- ar því voðinn vofir yfir honum eins og nú, kikna þeir i einu hálfgert undir áhyggjunum um hann, og taka um leið á ölla sem þeir eiga til, til þess að afstýra bættunni, til þess að balda beimilanum uppi undir fargi dýrtiðarinnar og í byljum og skriðu- hlaupum illærisins. Það er víst að þeir liggja ekki á liði sinu. Vakinn og sofinn er bónd- inn með huga og bönd við bústörf- ia. Hann hugsar aítur og aftur um, hvaða ráð hann eigi að taka til bjarg-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.